Framtíð Ricciardo hjá McLaren í lausu lofti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 18:31 Daniel Ricciardo, ökumaður McLaren í Formúlu 1. Marco Canoniero/Getty Images Það virðist sem Formúlu 1 lið McLaren sé að íhuga að rifta samningi Daniel Ricciardo áður en hann verður samningslaus á næsta ári. Ricciardo hefur aðeins sankað að sér 11 stigum til þessa á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Hann hefur verið á eftir samherja sínum Lando Norris í öllum sjö tímatökum tímabilsin. Ökumaðurinn sjálfur segist vera með samning til 2023 en vinnuveitandi hans segir ákveðna hluti geta bundið enda á veru hans hjá félaginu áður en samningurinn rennur út. „Ég er með samning en ég vill ekki vera í 14. sæti. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég keppi, orðum það þannig.“ Ítalski-Ástralinn samdi við McLaren á síðasta ári og átti að aðstoða hinn unga Lando Norris. Fyrsta tímabil hans var hins vegar hvorki fugl né fiskur og þá hefur lítið sem ekkert gengið upp á tímabilinu til þessa. Á sama tíma er Norris með 48 stig. Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren, segir að það séu varnaglar til staðar ef frammistaða Ricciardo skáni ekki. „Við höldum áfram og sjáum til hvað gerist. Ég vil ekki segja einn kappakstur í einu því þannig vinnum við ekki en við sjáum hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Brown. Mikil óvissa virðist ríkja í kringum framtíð hins 32 ára gamla Ricciardo sem virðist mögulega vera á leið frá McLaren áður en samningur hans rennur út. Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ricciardo hefur aðeins sankað að sér 11 stigum til þessa á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Hann hefur verið á eftir samherja sínum Lando Norris í öllum sjö tímatökum tímabilsin. Ökumaðurinn sjálfur segist vera með samning til 2023 en vinnuveitandi hans segir ákveðna hluti geta bundið enda á veru hans hjá félaginu áður en samningurinn rennur út. „Ég er með samning en ég vill ekki vera í 14. sæti. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég keppi, orðum það þannig.“ Ítalski-Ástralinn samdi við McLaren á síðasta ári og átti að aðstoða hinn unga Lando Norris. Fyrsta tímabil hans var hins vegar hvorki fugl né fiskur og þá hefur lítið sem ekkert gengið upp á tímabilinu til þessa. Á sama tíma er Norris með 48 stig. Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren, segir að það séu varnaglar til staðar ef frammistaða Ricciardo skáni ekki. „Við höldum áfram og sjáum til hvað gerist. Ég vil ekki segja einn kappakstur í einu því þannig vinnum við ekki en við sjáum hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Brown. Mikil óvissa virðist ríkja í kringum framtíð hins 32 ára gamla Ricciardo sem virðist mögulega vera á leið frá McLaren áður en samningur hans rennur út.
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira