„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 15:44 Breski blaðamaðurinn og brasilískur ferðafélagi hans voru á ferð djúpt inn í Amason-regnskóginum. Diego Baravelli/picture alliance via Getty Images) Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“
Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira