Ódæðið í Berlín sagt viljaverk án tengsla við hryðjuverkasamtök Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 20:33 Atvikið átti sér stað við Minningarkirkju Vilhjálms keisara og mannmargar verslunargötur í miðborg Berlínar. Ap/Michael Sohn Lögregla telur að maður sem keyrði inn í mannfjölda í Berlín í Þýskalandi í gær með þeim afleiðingum að kona lést og 31 slasaðist hafi gert það af ásetningi. Ekki leikur grunur á því að sakborningurinn hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu. Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraliði myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur fordæmt árásina og lýst henni sem grimmdarlegu ódæði. Franziska Giffey, borgarstjóri Berlínar, sagði í samtali við þýska miðla að gærdagurinn væri dimmur dagur í sögu borgarinnar. Hún bætti við að hinn grunaði, sem situr enn í gæsluvarðhaldi, glími við alvarlega geðkvilla. Þá hafi hann haft uppi ýmsar „ruglingslegar staðhæfingar.“ Fram kemur í stuttri yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér í dag að hún telji verknaðinn hafa verið viljaverk og að grunur leiki á því að hinn 29 ára sakborningur eigi við andleg veikindi að stríða. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC en þýska lögreglan greindi frá því í gær að um væri að ræða 29 ára karlmann með þýskan og armenskan ríkisborgararétt sem búsettur væri í Berlín. Maðurinn er sagður hafa notað bifreið í eigu systur sinnar til að fremja verknaðinn. Að sögn lögreglu í gær ók maðurinn á fólk sem stóð á götuhorni áður en hann færði sig aftur á veginn og endaði inni í nálægri verslun.AP/Michael Sohn Veikur maður sem hafi gengið berseksgang Að sögn þýskra miðla hefur maðurinn verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ekki eru vísbendingar um að maðurinn hafi nokkur tengsl við skipulögð hryðjuverkasamtök, að sögn saksóknara sem segir manninn sýna einkenni ofsóknargeðklofa. Systir mannsins sagði í samtali við þýska götublaðið Bild að hann glími við „alvarleg vandamál“ og Iris Spranger innanríkisráðherra hefur sagt að gögn bendi til að „um sé að ræða andlega veikan mann sem hafi gengið berserksgang.“ Saksóknari hefur lagt það til að maðurinn verði vistaður á geðheilbrigðisstofnun fram að réttarhöldum í málinu. Spranger, sem er ráðherra dómsmála, sagði að í bílnum hafi fundist skilti þar sem maðurinn „lýsi skoðunum sínum á Tyrklandi“ en hafnaði fyrri fréttaflutningi þar sem staðhæft var að játning hafi fundist um borð. Meðal hinna slösuðu eru nemendur frá þýska smábænum Bad Arolsen sem voru á skólaferðalagi í Berlín til að fanga próflokum. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir að sögn saksóknara. Konan sem lést í árásinni reyndist vera kennarinn þeirra en annar kennari úr ferðinni er sagður vera í lífshættu.
Þýskaland Tengdar fréttir Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50 Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraliði myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 8. júní 2022 11:50
Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi. 8. júní 2022 09:39
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna