Barátta tveggja fylkinga fram undan - Poulter ætlar að áfrýja Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 22:59 Ian Poulter viðraði skoðun að golfhringnum loknum í kvöld. Vísir/Getty Útlit er fyrir baráttu tveggja fylkinga sem myndast hafa í golfheiminum. Annars vegar þeirra sem standa að PGA-mótaröðinni og spila þar og hins vegar forráðamanna LIV Golf og þeirra sem taka þátt í boðsmótum á vegum þeirra. Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira
Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira