Varð fyrir geimgrjóti og skemmdist lítillega Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2022 14:01 Einn af speglum James Webb varð fyrir geimgrjóti og skemmdist. Ekki er talið að skemmdirnar muni koma niður á gæðum mynda sjónaukans. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, opinberuðu í vikunni að James Webb geimsjónaukinn varð nýverið fyrir smáu geimgrjóti sem skemmdi einn af speglum hans. Skemmdirnar eru þó sagðar koma lítið niður á gæðum mynda spegilsins. Í tilkynningu á vef NASA segir að verkfræðingar og vísindamenn sem komu að þróun og smíði sjónaukans hafi búist við skemmdum sem þessum og þær séu í raun óhjákvæmilegar. Sjónaukinn hafi verið hannaður til að þola þær. Talið er að grjótið hafi skollið á JWST milli 23. og 25. maí en spegill sjónaukans var opnaður að fullu í janúar. Sjá einnig: Vísindamenn anda léttar JWST er nokkuð langt frá jörðu, eða um 1,5 milljón kílómetra, en þar er mikið af smáum ögnum á gífurlegum hraða sem geta valdið töluverðum skemmdum. Það var haft í huga þegar sjónaukinn var þróaður. Á vef NASA segir að sjónaukinn eigi að geta þolað ákveðnar skemmdir og samt verið starfræktur um árabil. Þar að auki sé hægt að stilla spegla sjónaukans til að draga úr áhrifum skemmda sem þeir verða fyrir. Vísindamenn NASA telja að sjónaukinn hafi í raun orðið fimm sinnum fyrir geimgrjóti síðan honum var skotið á loft í desember. Grjótið þarf ekki að vera mikið stærra en rykagnir en það getur verið á gífurlegum hraða og getur því valdið tölvuerðum skemmdum. Þetta síðasta er talið hafa verið stærsta geimgrjótið sem lent hefur á JWST hingað til. Eins og áður segir, lítur þó enn út fyrir að skemmdirnar komi lítið niður á starfsemi sjónaukans. Micrometeoroid strikes are an unavoidable aspect of operating any spacecraft, and we expect that impacts will continue to occur throughout Webb s lifetime. Our team built and tested the mirror on the ground anticipating such events. More details: https://t.co/mw203VHmb8— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) June 8, 2022 James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum, fyrir langa löngu. Þessar stjörnuþokur eru svo langt í burtu frá okkur og það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast til okkar að við munum mögulega sjá þær eins og þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. þarf að vera gífurlega kaldur JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. JWST er nú á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Það er einn nokkurra staða sem verða til út frá þyngdarkrafti jarðarinnar annars vegar og sólarinnar hins vegar. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni, jörðinni og tunglinu. Mánuður í fyrstu myndirnar Til stendur að birta fyrstu „alvöru“ myndirnar úr sjónaukanum eftir mánuð, þann 12. júlí, en starfsmenn NASA segja að prófanir hafi hingað til sýnt fram á að sjónaukinn fari fram úr væntingum vísindamanna. Skömmu eftir að sjónaukanum var skotið á loft kom í ljós að vegna þess hve nákvæmt geimskotið var, var meira eldsneyti um borð í honum en vonast var til. Því gæti hann verið notaður í um tuttugu ár. Búið er að birta nokkrar myndir úr sjónaukanum, meðal annars myndir þegar verið var að stilla spegla hans, en myndirnar sem birta á í næsta mánuði eiga að vera þær fyrstu þar sem öll kerfi sjónaukans eru notuð að fullu. Áhugasamir geta kynnt sér helstu kerfi JWST í myndbandinu hér að neðan. Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. 26. desember 2021 10:34 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Í tilkynningu á vef NASA segir að verkfræðingar og vísindamenn sem komu að þróun og smíði sjónaukans hafi búist við skemmdum sem þessum og þær séu í raun óhjákvæmilegar. Sjónaukinn hafi verið hannaður til að þola þær. Talið er að grjótið hafi skollið á JWST milli 23. og 25. maí en spegill sjónaukans var opnaður að fullu í janúar. Sjá einnig: Vísindamenn anda léttar JWST er nokkuð langt frá jörðu, eða um 1,5 milljón kílómetra, en þar er mikið af smáum ögnum á gífurlegum hraða sem geta valdið töluverðum skemmdum. Það var haft í huga þegar sjónaukinn var þróaður. Á vef NASA segir að sjónaukinn eigi að geta þolað ákveðnar skemmdir og samt verið starfræktur um árabil. Þar að auki sé hægt að stilla spegla sjónaukans til að draga úr áhrifum skemmda sem þeir verða fyrir. Vísindamenn NASA telja að sjónaukinn hafi í raun orðið fimm sinnum fyrir geimgrjóti síðan honum var skotið á loft í desember. Grjótið þarf ekki að vera mikið stærra en rykagnir en það getur verið á gífurlegum hraða og getur því valdið tölvuerðum skemmdum. Þetta síðasta er talið hafa verið stærsta geimgrjótið sem lent hefur á JWST hingað til. Eins og áður segir, lítur þó enn út fyrir að skemmdirnar komi lítið niður á starfsemi sjónaukans. Micrometeoroid strikes are an unavoidable aspect of operating any spacecraft, and we expect that impacts will continue to occur throughout Webb s lifetime. Our team built and tested the mirror on the ground anticipating such events. More details: https://t.co/mw203VHmb8— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) June 8, 2022 James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum, fyrir langa löngu. Þessar stjörnuþokur eru svo langt í burtu frá okkur og það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast til okkar að við munum mögulega sjá þær eins og þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. þarf að vera gífurlega kaldur JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. JWST er nú á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Það er einn nokkurra staða sem verða til út frá þyngdarkrafti jarðarinnar annars vegar og sólarinnar hins vegar. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni, jörðinni og tunglinu. Mánuður í fyrstu myndirnar Til stendur að birta fyrstu „alvöru“ myndirnar úr sjónaukanum eftir mánuð, þann 12. júlí, en starfsmenn NASA segja að prófanir hafi hingað til sýnt fram á að sjónaukinn fari fram úr væntingum vísindamanna. Skömmu eftir að sjónaukanum var skotið á loft kom í ljós að vegna þess hve nákvæmt geimskotið var, var meira eldsneyti um borð í honum en vonast var til. Því gæti hann verið notaður í um tuttugu ár. Búið er að birta nokkrar myndir úr sjónaukanum, meðal annars myndir þegar verið var að stilla spegla hans, en myndirnar sem birta á í næsta mánuði eiga að vera þær fyrstu þar sem öll kerfi sjónaukans eru notuð að fullu. Áhugasamir geta kynnt sér helstu kerfi JWST í myndbandinu hér að neðan.
Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47 Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00 Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. 26. desember 2021 10:34 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
James Webb kominn á áfangastað James Webb geimsjónaukinn er nú kominn á lokaáfangastað sinn, svokallaðan Lagrange-punkt 2. „Velkominn heim, Webb“ sagði yfirmaður bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, við tilefnið. 24. janúar 2022 21:47
Vísindamenn anda léttar Vísindamönnum og verkfræðingum Geimvísindastofnanna Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada tókst um helgina að opna gullhúðaðan spegil James Webb-geimsjónaukans. Það markaði lokaáfanga opnunar sjónaukans, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur. 11. janúar 2022 21:46
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
James Webb tekur á sig mynd en ekkert má bregða útaf Byrjað er að opna geimsjónaukann James Webb sem skotið var út í geim á jóladag. Sjónaukinn er svo stór að brjóta þurfti hann saman til að koma honum af yfirborði jarðar og má ekkert fara úrskeiðis á meðan verið er að opna hann. 29. desember 2021 17:00
Sá stærsti og besti lagður af stað James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. 26. desember 2021 10:34