Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 19:32 Þórunn Sveinbjarnardóttir telur ljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn. Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn.
Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39