Blíðviðri og ekkert lúsmý Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2022 10:44 Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir skóginn skarta sínu fegursta þessa dagana. aðsend Sólin kemur til með að leika við Austfirðinga næstu dagana ef veðurspár ganga eftir. Blíðu á Austurlandi fylgja jafnan margir gestir á tjaldsvæðum á svæðinu og er því undirbúningur á fullu á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík. Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“ Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður í Hallormsstaðarskógi segir hlýtt á svæðinu í dag og fallegt veður. Hún segir næstu daga leggjast vel í hana en skógurinn skarti sínu fegursta þessa dagana. „Það leggst alltaf vel í mig þegar það er góð spá. Skógurinn er svakalega fallegur. Hann er í miklum blóma. Ég hef aldrei séð hann svona fallegan áður en skógurinn er gróskumikill eftir gott sumar í fyrra.“ Lúsmý hefur leikið ferðalanga á Suðurlandi grátt síðustu daga en gestir í Hallormsstaðarskógi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða bitnir af lúsmýi að sögn Bergrúnar. „Það er ekkert lúsmý hér og það er ekkert mý á tjaldsvæðinu. Það er ekki komið lúsmý hingað austur.“ Þó fáir séu á tjaldsvæðinum í skóginum núna má búast við að þétt verði tjaldað í sumar ef veðrið verður eins og í fyrra.Aðsend Um átta hundruð gestir geta verið á tjaldsvæðunum í skóginum í einu en í fyrra fylltust þau oft þar sem veðrið hreinlega lék við gesti. Bergrún segir fáa enn á tjaldsvæðinu en þar séu nú um tuttugu og fimm tjöld. Í miðri viku sé alltaf nokkuð um erlenda ferðamenn en Íslendingar komi enn helst um helgar. Reynslan hafi þó sýnt að það fjölgi jafnan á svæðinu eftir 20. júní þegar landsmenn byrja margir hverjir í sumarfríi. Hún á allt eins von á að nóg verði að gera í sumar sér í lagi ef sólin verður duglega að láta sjá sig. „Sérstaklega um helgar en þær geta verið góðar ef það er bongóblíða.“
Tjaldsvæði Múlaþing Veður Lúsmý Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Komu að tjaldsvæðinu lokuðu og enduðu sem tjaldverðir Tveir ungir karlmenn höfðu ætlað sér að búa í tjaldi á Eskifirði í sumar á meðan þeir ynnu í álveri Alcoa á Reyðarfirði. Skömmu eftir að þeir höfðu komið sér vel fyrir á tjaldsvæði kom í ljós að loka átti tjaldsvæðinu vegna skorts á tjaldvörðum. Þeir voru ekki lengi að taka starfið einfaldlega að sér sjálfir. 12. júní 2022 11:00