Vilja stöðva Rússa í Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 12:17 Úkraínskir hermenn nærri Lysychansk. Getty/Marcus Yam Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geisað þar frá því innrásin hófst í febrúar en Rússar vonast til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur og Úkraínumenn reyna að draga máttinn úr hermönnum Rússlands. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13
Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03
Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50