Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Kjartan Kjartansson og Snorri Másson skrifa 14. júní 2022 22:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Stöð 2 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Óeining er innan Vinstri grænna um tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að rammaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Sérstaklega hefur verið mótmælt að Héraðsvötn í Skagafirði verði færð úr verndarflokki í biðflokk. Bjarni Jónsson, annar varaformaður nefndarinnar, skrifaði þannig ekki undir meirihlutaálitið. Svæðisfélag Vinstri grænna í Skagafirði sendi frá sér ályktun þar sem breytingunni var mótmælt í dag og Hafnarfjarðarfélag flokksins tók undir hana með yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kvöld. Náttúruverndarsinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið á meðan önnur umræða um málið fór fram síðdegis og snemmkveldis. Umræðunni var frestað á níunda tímanum í kvöld. Katrín segir að vissulega séu kostir færðir úr verndarflokki í biðflokk en einnig séu kostir í nýtingarflokki sem hafi verið afar umdeildir sem séu færðir í biðflokk. Nefnir hún sérstakla Skrokköldu á hálendingu og virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár sem styr hefur staðið um. „Ég leyfi mér að segja það að líklega er enginn að horfa á þá rammaáætlun sem hann eða hún vill, hvorki upprunalegu tillöguna né þá tillögu sem meirihlutinn skilar frá sér. Því við erum auðvitað bara með ólíkar skoðanir, og ekki bara innan ríkisstjórnar heldur á þingi, á vernd og nýtingu,“ segir forsætisráðherra. Klippa: Ólíkar skoðanir á rammaáætlun í ríkisstjórn og á þingi Féllst sjálf á málamiðlun með rammaáætlun árið 2013 Rammaáætlun er að sögn Katrínar tæki til að hjálpa til við að ná vissum áföngum í að flokka virkjunarhugmyndir. Að þessu sinni sé það gert með því að stækka biðflokkinn og taka afstöðu til færri kosta. Hún vísar því alfarið á bug að tillaga meirihlutans sé einhvers konar aðför að náttúrunni. „Þarna er í raun og verið að reyna að tryggja það að við höldum áfram í þetta faglega ferli og Alþingi einfaldlega setur fleiri kosti í bið og lýkur umfjöllun um aðra,“ segir Katrín. Um andstöðuna innan eigin flokks segir Katrín að þau hafi öll ákveðnar skoðanir á þessum málum, þar á meðal hún sjálf. „Ég tók þátt í að afgreiða rammaáætlun hér árið 2013 og féllst bara einfaldlega á þá málamiðlun sem í henni fólst. Það er það sem þetta tæki gefur okkur,“ segir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36 Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Bílslys í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14. júní 2022 18:36
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14. júní 2022 16:08