KR með gríðarlegt tak á fornu fjendunum frá Akranesi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 13:01 Það er alltaf hart barist þegar KR og ÍA mætast. Skagamönnum hefur þó gengið heldur illa að næla í stig gegn erkifjendunum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Besta deild karla í fótbolta hefst að nýju í kvöld eftir dágóða pásum sökum leikja íslenska A- og U-21 árs landsliðsins. Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Vestmannaeyjar á meðan KR tekur á móti ÍA í Vesturbænum. Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira