„Kvíði því einna mest að vera þjálfari á móti Íslandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 09:01 Alfreð Gíslason útilokar ekki að koma til Íslands eftir tvö ár. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, segist ekki útiloka heimkomu til Íslands þegar samningur hans við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2024. Alfreð segist þá hræddur við tilhugsunina að mæta Íslandi fram að þeim tímapunkti. Alfreð er staddur hér á landi að kenna á MasterCoach-námskeiði þar sem margir fremstu þjálfarar landsins freista þess að læra af honum í handboltafræðunum. „Þetta er bara mjög gaman, rosalega gaman að koma inn hjá HSÍ í svona námskeið þar sem maður þekkir svo marga. Þetta eru margir fyrrverandi leikmenn mínir og svo framvegis. Þetta er frábært, einstaklega gaman að hitta þá alla, þetta er svona nánast eins og fjölskyldufundur bara,“ segir Alfreð. Klippa: Alfreð Gíslason um heimskomu Alfreð hefur verið landsliðsþjálfari Þýskalands frá árinu 2020 og á tvö ár eftir af samningi sínum. Hann kveðst ætla að klára EM 2024, sem Þjóðverjar halda, og þá sé möguleiki á Ólympíuleikum það ár líka. Að því loknu þurfi hann að skoða sín mál og segir hann koma til greina að starfa á Íslandi að samningnum loknum. „Það hefur nú komið til greina og allt það, en ég ákvað í fyrra að bíða aðeins með það að taka ákvörðun um það. Ég er náttúrulega mjög bundinn Íslandi og fylgist vel með. Það er mér líka mikilvægt hvernig gengur í íslenska handboltanum,“ segir Alfreð. „En eins og er, er ég með samning við þýska landsliðið til 2024, árið sem EM er heima og sama ár eru líka Ólympíuleikar ef við skyldum ná að koma okkur þangað. Þá verð ég bara að gera upp hug minn um hvað ég geri þar og ef ég verð kominn með sterkt lið af ungum leikmönnum sem er ekki alveg farnir að ýja að því að hætta þá veit ég ekkert hvað maður gerir,“ „Ísland er náttúrulega alltaf mitt heimaland og ég kvíði því einna mest að vera þjálfari á móti Íslandi.“ segir Alfreð. Ummæli Alfreðs má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Alfreð er staddur hér á landi að kenna á MasterCoach-námskeiði þar sem margir fremstu þjálfarar landsins freista þess að læra af honum í handboltafræðunum. „Þetta er bara mjög gaman, rosalega gaman að koma inn hjá HSÍ í svona námskeið þar sem maður þekkir svo marga. Þetta eru margir fyrrverandi leikmenn mínir og svo framvegis. Þetta er frábært, einstaklega gaman að hitta þá alla, þetta er svona nánast eins og fjölskyldufundur bara,“ segir Alfreð. Klippa: Alfreð Gíslason um heimskomu Alfreð hefur verið landsliðsþjálfari Þýskalands frá árinu 2020 og á tvö ár eftir af samningi sínum. Hann kveðst ætla að klára EM 2024, sem Þjóðverjar halda, og þá sé möguleiki á Ólympíuleikum það ár líka. Að því loknu þurfi hann að skoða sín mál og segir hann koma til greina að starfa á Íslandi að samningnum loknum. „Það hefur nú komið til greina og allt það, en ég ákvað í fyrra að bíða aðeins með það að taka ákvörðun um það. Ég er náttúrulega mjög bundinn Íslandi og fylgist vel með. Það er mér líka mikilvægt hvernig gengur í íslenska handboltanum,“ segir Alfreð. „En eins og er, er ég með samning við þýska landsliðið til 2024, árið sem EM er heima og sama ár eru líka Ólympíuleikar ef við skyldum ná að koma okkur þangað. Þá verð ég bara að gera upp hug minn um hvað ég geri þar og ef ég verð kominn með sterkt lið af ungum leikmönnum sem er ekki alveg farnir að ýja að því að hætta þá veit ég ekkert hvað maður gerir,“ „Ísland er náttúrulega alltaf mitt heimaland og ég kvíði því einna mest að vera þjálfari á móti Íslandi.“ segir Alfreð. Ummæli Alfreðs má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita