Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 15. júní 2022 19:16 Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun