Þingi frestað fram í september Bjarki Sigurðsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. júní 2022 07:08 Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí. Vísir/Vilhelm Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira