Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2022 11:53 Verkun hvals í Hvalfirði. Vísir/Vilhelm Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Um 35 prósent aðspurðra töldu sig andvíga veiðum á langreyðum en um 33 prósent eru hlynntir veiðunum. Tæpur þriðjungur er því hvorki andvígur né hlynntur veiðunum. Þá telja einungis rúm tuttugu prósent landsmanna hvalveiðar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf. Kjósendur Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru í áberandi meirihluta þeirra sem telja sig hlynnta veiðunum. Þá eru kjósendur Pírata, Samfylkingar og Sósíalistaflokksins einna andvígastir hvalveiðum. Finna sterkt fyrir neikvæðri umfjöllun Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir könnunina endurspegla töluverðan mun á viðhorfi landsmanna til hvalveiða nú en því sem hafi verið á árum áður. „Við höfum bent á að hvalveiðar skaða orðspor landsins mjög gagnvart ákveðnum markhópi ferðaþjónustu á Íslandi. Hvalaskoðun hefur um nokkra hríð verið ein helsta afþreying í ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt sé að huga vel að umhverfi hvalaskoðunar. „Við höfum töluvert af reynslu og gögnum sem sýna okkur það í gegnum tíðina að þetta hefur mjög mikil neikvæð áhrif, jafnvel þannig að fólk sniðgangi ferðalög til Íslands eða íslenskar vörur vegna hvalveiða. Þetta hefur auðvitað sérstök áhrif þegar þessi veiðitímabil hefjast eins og er að gerast núna.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Jóhannes segir ferðaþjónustuna finna sterkt fyrir áhrifum neikvæðrar umfjöllunar um hvalveiðar á Íslandi. „Þetta er umfjöllun í stærstu miðlum viðkomandi markaðssvæða; BBC, CCN og Süddeutsche Zeitung til dæmis. Þar er fjallað um hvalveiðar á Íslandi með mjög neikvæðum hætti. Þetta er mjög mikil dreifing og það hefur gríðarlega neikvæð áhrif þegar umfjöllun er með þessum hætti.“ Stjórnvöld taki mark á áhrifunum Hvalveiðar séu einnig svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastað. „Að okkar mati er kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þessum áhrifum og skoði þetta í stærra samhengi. Það er ánægjulegt að sjá að enn stærri hluti þjóðarinnar er sammála okkur en ekki Kristjáni Loftssyni,“ sagði Jóhannes að lokum Könnun var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu og voru svarendur 957 talsins. Lesa má nánar um niðurstöður könnunar Maskínu hér að neðan. Hvalveiðar-Maskína-skýrslaPDF1.8MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira