Saga tveggja þjóða Finnur Th. Eiríksson skrifar 17. júní 2022 11:00 Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur í aldanna rás byggt á einstakri þrautseigju gagnvart öflum sem hafa oft virst okkur ofviða. Menningararfur okkar í tungumálinu, þjóðarháttum og fornsögum hefur hjálpað til við að verja okkur gegn ölduróti umheimsins. Upp til hópa eru Íslendingar stoltir af menningararfi sínum, varðveittum í fornritum og sögufrægum kennileitum. En saga Íslendinga á sér skýrar hliðstæður í sögu annarrar þjóðar. Staðreyndin er sú að allar staðhæfingarnar um Íslendinga í efnisgreininni hér að ofan eiga einnig við Gyðingaþjóðina í Ísrael, þótt mörg atriði í þeirra sögu séu óneitanlega þungbærri og erfiðari en okkar. Þjóðríkin eru bæði ung þótt þjóðirnar séu fornar. Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1944 en Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1948. Flest önnur sjálfstæð ríki í heiminum hafa viðurkennt lögmæti þessara sjálfstæðisyfirlýsinga. Menningarverðmæti í tungumáli og handritum Eitt af höfuðeinkennum flestra þjóða er sérstök þjóðtunga. Langflestir hópar Gyðinga sem fluttu til Ísraels á 19. og 20. öld höfðu notað hebreska tungu daglega við lestur á fornsögum, bænum og lagabálkum. Stofnuð var hebresk málnefnd sem miðaði að því að finna upp hebresk nýyrði, ekki ólíkt iðju Fjölnismanna á 19. öld og starfi íslensku málnefndarinnar. Á árunum 1946 og 1947 fundust þúsundir handrita í Kúmran-hellunum við Dauðahafið, skammt frá Jerúsalem. Fleiri handrit fundust á sömu slóðum árið 1956. Þau eru öll um eða yfir 2000 ára gömul og, viti menn, eru langflest skrifuð á hebresku – þjóðtungu Gyðinga. Fjölmörg hebresk fornhandrit til viðbótar hafa einnig verið varðveitt. Sameiningarafl fornhandrita fyrir Gyðingaþjóðina er ekki ólíkt sameiningarafli íslensku söguhandritanna fyrir Íslendinga. Mörg þessara handrita eru reglulega til sýnis í „Skríni bókarinnar“ (e. Shrine of the Book) í Jerúsalem. Órjúfanleg söguleg tengsl við landið Þann 7. júní síðastliðinn voru 55 ár liðin frá langþráðri sameiningu Jerúsalemborgar. Í Austurhluta Jerúsalem er hvort tveggja að finna Grátmúrinn og Musterishæðina – síðustu leifar musteris Gyðinga sem var eyðilagt af Rómverjum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Á þeim tíma var stærstur hluti borgarinnar jafnaður við jörðu, ný borg með nafninu Aelia Capitolina byggð í hennar stað og Gyðingar gerðir brottrækir þaðan. Allar götur síðan hafa Gyðingarnir sem bjuggu í landinu helga og í dreifðinni (e. diaspora) beðið tækifæris til að endurheimta Jerúsalem. Í aldanna rás færðust hlutir aftur í rétt horf. Borgin hlaut aftur nafnið Jerúsalem og Gyðingum var leyft að snúa þangað aftur. Árið 1874 voru Gyðingar orðnir um helmingur borgarbúa. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er að finna mikinn fjölda grafreita, fornminja og sögufrægra kennileita Gyðingaþjóðarinnar. Að segja Gyðingum að þeir og þjóðríki þeirra eigi ekki rétt á að ráðstafa þessum menningarverðmætum er álíka fráleitt og að segja Íslendingum að þeir eigi ekkert tilkall til Þingvalla. Kjarni málsins er sá að ef Íslendingar eiga rétt á þjóðríki eiga Gyðingar í Ísrael einnig þann rétt. Engu að síður hefur Ísraelsríki ítrekað legið undir ámæli fyrir að byggja á þjóðernislegum grunni. Vinstri-öfgafólk hefur áratugum saman haldið uppi þeirri hugmynd að þjóðernishyggja sé samheiti yfir kynþáttahyggju þrátt fyrir að þetta séu í raun tvær ólíkar stefnur. Hugtakið „þjóð“ vísar hvorki til húðlitar né annarra erfðaþátta heldur vísar það til sameiginlegra menningarlegra þátta, til dæmis tungumáls, tónlistar- og matarmenningar. Það er því vel hægt að vera þjóðernissinnaður og mótfallinn kynþáttahyggju á sama tíma. Hvaða erindi á þjóðernishyggja til okkar? Vitanlega höfum við orðið vitni að neikvæðum birtingarmyndum þjóðernishyggju í nútímasögu Vesturlanda. Það er því nauðsynlegt að reka varnagla sem koma í veg fyrir að þjóðernishyggjan geti farið af sporinu á þann hátt. En það væru alvarleg mistök að hafna henni alfarið vegna þessarar mögulegu áhættu. Það væri nær að beina henni í jákvæðan farveg. Sem betur fer virðast langflestir Íslendingar veita þeirri nálgun hljómgrunn. Þann 10. maí síðastliðinn hélt forseti Íslands ræðu í Háskólanum í Færeyjum. Þar sagði hann meðal annars (þýtt úr ensku): „Við skulum ekki gleyma þeim jákvæðu áhrifum sem þjóðernishyggja getur haft á samfélög okkar, hvernig hún getur nært einingu og sameiginlegan stuðning, hvernig hún getur aukið ást og umhyggju okkar fyrir náttúru okkar og umhverfi, hvernig hún getur tengt fortíð okkar, nútíð og framtíð, hvernig þjóðernishyggja getur viðhaldið og ætti að viðhalda menningu okkar, tungumáli og sögu.“ Spurningin um hvaða erindi þjóðernishyggjan á til okkar verður sífellt áleitnari. Það er staðreynd að við lifum á tímum aukinnar alþjóðasamvinnu. Þrátt fyrir margvíslega kosti þeirrar þróunar getur hún valdið því að smáþjóðir hverfi í skugga stórveldanna. Því þurfa smáþjóðirnar að standa saman í baráttunni fyrir öruggum atkvæða- og tilverurétti. Af þeirri ástæðu er það mín von að Ísland og Ísrael sjái hag sinn í samstöðu á þessum grunni og að ríkin muni veita hvort öðru stuðning til að varðveita sinn verðmæta menningararf. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur í aldanna rás byggt á einstakri þrautseigju gagnvart öflum sem hafa oft virst okkur ofviða. Menningararfur okkar í tungumálinu, þjóðarháttum og fornsögum hefur hjálpað til við að verja okkur gegn ölduróti umheimsins. Upp til hópa eru Íslendingar stoltir af menningararfi sínum, varðveittum í fornritum og sögufrægum kennileitum. En saga Íslendinga á sér skýrar hliðstæður í sögu annarrar þjóðar. Staðreyndin er sú að allar staðhæfingarnar um Íslendinga í efnisgreininni hér að ofan eiga einnig við Gyðingaþjóðina í Ísrael, þótt mörg atriði í þeirra sögu séu óneitanlega þungbærri og erfiðari en okkar. Þjóðríkin eru bæði ung þótt þjóðirnar séu fornar. Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1944 en Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1948. Flest önnur sjálfstæð ríki í heiminum hafa viðurkennt lögmæti þessara sjálfstæðisyfirlýsinga. Menningarverðmæti í tungumáli og handritum Eitt af höfuðeinkennum flestra þjóða er sérstök þjóðtunga. Langflestir hópar Gyðinga sem fluttu til Ísraels á 19. og 20. öld höfðu notað hebreska tungu daglega við lestur á fornsögum, bænum og lagabálkum. Stofnuð var hebresk málnefnd sem miðaði að því að finna upp hebresk nýyrði, ekki ólíkt iðju Fjölnismanna á 19. öld og starfi íslensku málnefndarinnar. Á árunum 1946 og 1947 fundust þúsundir handrita í Kúmran-hellunum við Dauðahafið, skammt frá Jerúsalem. Fleiri handrit fundust á sömu slóðum árið 1956. Þau eru öll um eða yfir 2000 ára gömul og, viti menn, eru langflest skrifuð á hebresku – þjóðtungu Gyðinga. Fjölmörg hebresk fornhandrit til viðbótar hafa einnig verið varðveitt. Sameiningarafl fornhandrita fyrir Gyðingaþjóðina er ekki ólíkt sameiningarafli íslensku söguhandritanna fyrir Íslendinga. Mörg þessara handrita eru reglulega til sýnis í „Skríni bókarinnar“ (e. Shrine of the Book) í Jerúsalem. Órjúfanleg söguleg tengsl við landið Þann 7. júní síðastliðinn voru 55 ár liðin frá langþráðri sameiningu Jerúsalemborgar. Í Austurhluta Jerúsalem er hvort tveggja að finna Grátmúrinn og Musterishæðina – síðustu leifar musteris Gyðinga sem var eyðilagt af Rómverjum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Á þeim tíma var stærstur hluti borgarinnar jafnaður við jörðu, ný borg með nafninu Aelia Capitolina byggð í hennar stað og Gyðingar gerðir brottrækir þaðan. Allar götur síðan hafa Gyðingarnir sem bjuggu í landinu helga og í dreifðinni (e. diaspora) beðið tækifæris til að endurheimta Jerúsalem. Í aldanna rás færðust hlutir aftur í rétt horf. Borgin hlaut aftur nafnið Jerúsalem og Gyðingum var leyft að snúa þangað aftur. Árið 1874 voru Gyðingar orðnir um helmingur borgarbúa. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er að finna mikinn fjölda grafreita, fornminja og sögufrægra kennileita Gyðingaþjóðarinnar. Að segja Gyðingum að þeir og þjóðríki þeirra eigi ekki rétt á að ráðstafa þessum menningarverðmætum er álíka fráleitt og að segja Íslendingum að þeir eigi ekkert tilkall til Þingvalla. Kjarni málsins er sá að ef Íslendingar eiga rétt á þjóðríki eiga Gyðingar í Ísrael einnig þann rétt. Engu að síður hefur Ísraelsríki ítrekað legið undir ámæli fyrir að byggja á þjóðernislegum grunni. Vinstri-öfgafólk hefur áratugum saman haldið uppi þeirri hugmynd að þjóðernishyggja sé samheiti yfir kynþáttahyggju þrátt fyrir að þetta séu í raun tvær ólíkar stefnur. Hugtakið „þjóð“ vísar hvorki til húðlitar né annarra erfðaþátta heldur vísar það til sameiginlegra menningarlegra þátta, til dæmis tungumáls, tónlistar- og matarmenningar. Það er því vel hægt að vera þjóðernissinnaður og mótfallinn kynþáttahyggju á sama tíma. Hvaða erindi á þjóðernishyggja til okkar? Vitanlega höfum við orðið vitni að neikvæðum birtingarmyndum þjóðernishyggju í nútímasögu Vesturlanda. Það er því nauðsynlegt að reka varnagla sem koma í veg fyrir að þjóðernishyggjan geti farið af sporinu á þann hátt. En það væru alvarleg mistök að hafna henni alfarið vegna þessarar mögulegu áhættu. Það væri nær að beina henni í jákvæðan farveg. Sem betur fer virðast langflestir Íslendingar veita þeirri nálgun hljómgrunn. Þann 10. maí síðastliðinn hélt forseti Íslands ræðu í Háskólanum í Færeyjum. Þar sagði hann meðal annars (þýtt úr ensku): „Við skulum ekki gleyma þeim jákvæðu áhrifum sem þjóðernishyggja getur haft á samfélög okkar, hvernig hún getur nært einingu og sameiginlegan stuðning, hvernig hún getur aukið ást og umhyggju okkar fyrir náttúru okkar og umhverfi, hvernig hún getur tengt fortíð okkar, nútíð og framtíð, hvernig þjóðernishyggja getur viðhaldið og ætti að viðhalda menningu okkar, tungumáli og sögu.“ Spurningin um hvaða erindi þjóðernishyggjan á til okkar verður sífellt áleitnari. Það er staðreynd að við lifum á tímum aukinnar alþjóðasamvinnu. Þrátt fyrir margvíslega kosti þeirrar þróunar getur hún valdið því að smáþjóðir hverfi í skugga stórveldanna. Því þurfa smáþjóðirnar að standa saman í baráttunni fyrir öruggum atkvæða- og tilverurétti. Af þeirri ástæðu er það mín von að Ísland og Ísrael sjái hag sinn í samstöðu á þessum grunni og að ríkin muni veita hvort öðru stuðning til að varðveita sinn verðmæta menningararf. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun