Er SÁÁ á rangri leið? Rósa Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:00 SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Sjúkratryggingar Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun