Segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2022 22:20 Magnús Rannver segir Íslendinga heimsmeistara í steypunotkun og einhverja mestu umhverfisssóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Vísir/Vilhelm Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum. Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum.
Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00