Fyrrverandi stórstjarna Barcelona og Inter Milan fékk 22 mánaða dóm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 07:30 Samuel Eto'o vann fjölda titla með Barcelona áður en færði sig yfir til Inter Milan. Getty Images Samuel Eto'o, fyrrverandi sóknarmaður Barcelona, Inter Milan og mun fleiri liða, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eto'o játaði að hafa svikið 3,2 milljónir evra undan skatti er hann spilaði fyrir Barcelona. Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum. Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Samuel Eto'o spilaði fyrir Börsunga frá 2004 til 2009. Árin 2006 til 2009 fékk hann alls 3,8 milljónir evra greiddar fyrir svokallaðan ímyndarétt (e. image rights). Láðist honum að tilkynna það til skattayfirvalda þar í landi sem sóttu hann til saka, og unnu málið. Former Cameroon and Barcelona forward Samuel Eto'o pleads guilty to £3.2m tax fraud https://t.co/92dV6kQjpV— BBC News (World) (@BBCWorld) June 20, 2022 Það virðist einkar algengt að knattspyrnumenn á Spáni „gleymi“ að borga skatt af slíkum greiðslum. Hvort það sé þeim sjálfum að kenna eða endurskoðendum þeirra verður ósagt látið en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og José Mourinho hafa allir lent í vandræðum hjá spænska skattinum vegna þessa á undanförnm árum. Eto'o kemur frá Kamerún og er í dag forseti knattspyrnusambands landsins. Hann var á Spáni um helgina þar sem hann var dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf hann að borga það sem hann skuldar ásamt sekt upp á 1,55 milljón evra. „Ég viðurkenni staðreyndirnar og mun borga það sem ég skulda. Ég vil þó að rétturinn viti að ég var aðeins barn á þessum tíma og gerði alltaf það sem fyrrum umboðsmaður minn, Jose Maria Mesalles, bað mig um á þeim tíma,“ sagði framherjinn fyrrverandi er dómur féll. Eto'o átti ótrúlegan feril og vann fjölda titla með Barcelona og Inter Milan frá 2004 til 2009, þar á meðal Meistaradeild Evrópu þrívegis. Á ferli sínum spilaði hann einnig með Real Madríd, Chelsea, Everton, í Rússlandi, Tyrklandi og Katar. Þá skoraði hann 56 mörk fyrir Kamerún í 118 leikjum.
Fótbolti Skattar og tollar Spánn Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn