Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 11:01 Dagný í einum af 101 A-landsleik sínum. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02