„Þær eru smá dramadrottningar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 12:30 Frakkar mörðu 1-0 sigur gegn Íslendingum á EM 2017. Wendy Renard var þá og er enn ein af skærustu stjörnum franska liðsins líkt og Dagný Brynjarsdóttir í því íslenska. Getty/Carmen Jaspersen Sérfræðingar Bestu markanna rýndu í mótherja Íslands á EM kvenna í fótbolta í sérstökum upphitunarþætti sínum fyrir EM á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld. Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira