„Þær eru smá dramadrottningar“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2022 12:30 Frakkar mörðu 1-0 sigur gegn Íslendingum á EM 2017. Wendy Renard var þá og er enn ein af skærustu stjörnum franska liðsins líkt og Dagný Brynjarsdóttir í því íslenska. Getty/Carmen Jaspersen Sérfræðingar Bestu markanna rýndu í mótherja Íslands á EM kvenna í fótbolta í sérstökum upphitunarþætti sínum fyrir EM á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld. Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Ísland mætir fyrst Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Frakkar eru álitnir sterkasta liðið í riðlinum en drama og óeining gæti skemmt fyrir þeim, að mati sérfræðinganna. Það stefnir í harða keppni á milli hinna þriggja liðanna um að komast áfram í 8-liða úrslitin. Í Bestu mörkunum voru meðal annars tíndar til skærustu stjörnur andstæðinga Íslands en umræðuna um andstæðingana þrjá má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Andstæðingar Íslands á EM Í liði Belgíu, sem er í 19. sæti heimslistans (Ísland er í 17. sæti), er til að mynda Janice Cayman, leikmaður Lyon, sem þó er engin aðalstjarna í Evrópumeistaraliðinu. „Girelli er Harpan þeirra“ Ítalía er í 14. sæti heimslistans en liðið lék vel á HM 2019 áður en það datt út í 8-liða úrslitum gegn silfurliði Hollands. Íslendingar þekkja ítalska liðið ágætlega eftir tvo vináttulandsleiki í fyrra. Helstu stjörnur þess eru Barbara Bonansea, Cristiana Girelli og Valentina Cernoia. „Þær eru með reynslu. Þetta eru kempur. Bonansea er hraður kantmaður, geggjuð ein á móti einni, og mjög mikilvæg í þeirra sóknarleik. Cristiana Girelli er frábær sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum og skoraði ein níu mörk í undankeppninni, spilar fyrir Juventus og er bara „Harpan“ þeirra,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og vísaði í sessunaut sinn, markamaskínuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Aðeins 23 ára en markahæst í sögu PSG Frakkar eru í 3. sæti heimslistans. Liðið rétt marði þó sigur á Íslandi á síðasta Evrópumótið, árið 2017, 1-0 eftir vafasaman vítaspyrnudóm í lokin. Marie-Antoinette Katoto, Wendy Renard og Sandy Baltimore voru nefndar sem helstu stjörnur franska liðsins: „Marie-Antoinette Katoto er bara 23 ára og var ekki valin í hópinn á HM 2019, og það voru margir mjög ósáttir við það. Hún er þetta ung en er strax orðin markahæst í sögu PSG, með hátt í 150 mörk þar og um það bil eitt mark í leik. Það þarf að hafa nokkur augu á henni og hún er klárlega ein af þeim sem reiknað er með að verði stjarna þessa móts,“ sagði Mist sem benti svo á að liðsheildin væri ekki alltaf sú sterkasta hjá Frökkum. „Eru Frakkar svona erfiðir?“ „Það er þvílík breidd þarna en það er alltaf spurning hvernig Frakkarnir smella saman á stórmótum. Það er talað um að það sé svolítið, ég ætla ekki að segja lélegur mórall, en ekki sama liðsheild og hefur einkennt íslensku liðin til dæmis. Það er nýr þjálfari þarna, titringur út af leikmannavalinu, og vonandi getum við nýtt okkur þetta eitthvað,“ sagði Mist. „Það er einhvern veginn skrýtið með Frakkana, hvort sem það er kvenna- eða karlalandsliðið, að það er alltaf eitthvað bölvað vesen. Eru Frakkar svona erfiðir?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Þær eru smá dramadrottningar,“ sagði Harpa hlæjandi. „Ég held að fólk sé ekki mikið að kippa sér upp við þetta í Frakklandi. Það er alltaf eitthvað í gangi þarna,“ bætti hún við en umræðuna í heild má sjá hér að ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira