Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2022 12:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur víst að nokkrir sinna umbjóðenda muni fara fram á endurupptöku á sínum málum. vísir/Rakel Ósk Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“ Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“
Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels