Greiddu atkvæði gegn ráðningu Elliða og vildu að kjör hans yrðu skert Snorri Másson skrifar 27. júní 2022 11:58 Elliði Vignisson hefur verið bæjarstjóri Ölfuss frá 2018 og var endurráðinn nú eftir síðustu kosningar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir umræðu um há laun sveitarstjóra réttmæta, en að hún verði að fara fram á skynsamlegum forsendum. Minnihlutinn í Ölfusi greiddi atkvæði gegn ráðningu Elliða og hvatti til launalækkunar. Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins. Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Elliði var ráðinn bæjarstjóri Ölfuss árið 2018 og í sveitarstjórnarkosningunum í vor var hann opinbert bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þótt ekki væri hann í framboði. Sjálfstæðisflokkurinn endaði í meirihluta og samþykkt var að ráða Elliða. Á bæjarráðsfundi fyrir tveimur vikum var verið að afgreiða launasamning við Elliða og þá hvatti minnihlutinn til þess að launakjörin myndu taka tillit til hækkunar vaxta og verðbólgu; og að sveitarfélagið hætti að greiða Elliða fyrir leigu á húsnæði, enda ætti hann eigin húsnæði. Sami minnihluti kaus gegn því að Elliði yrði ráðinn þegar það var gert fyrr í sumar. Ekki sýnd sama kurteisi og öllu jöfnu „Er þetta ekki bara eins og stjórnmálin virka, það verða allir að fljúga eins og þeir eru fiðraðir. Það er öllu jöfnu sú kurteisi sýnd að minnihluti annaðhvort situr hjá eða greiðir atkvæði með ráðningu bæjarstjóra. Minnihlutinn hér ákvað að greiða atkvæði gegn ráðningu á bæjarstjóra og þá með vísan í það að hann væri pólitískur,“ segir Elliði í samtali við fréttastofu. Í bókun Elliða segir: „Undirritaður bendir fulltrúa B-lista góðfúslega á að hann var ráðinn á faglegum forsendum árið 2018 úr hópi 18 umsækjenda. Starfið var þá auglýst og ráðningaskrifstofa stjórnaði ferlinu. Nú fjórum árum síðar var undirritaður yfirlýst bæjarstjóraefni. Ólíkt því sem víðast hvar gerist hefur undirritaður því bæði verið ráðinn á faglegum forsendum og um hann kosið. Það ætti að skapa aukna sátt, en kom þó ekki í veg fyrir að minnihlutinn allur greiddi atkvæði gegn ráðningu undirritaðs.“ Krónurnar sem sveitarstjórarnir kosta hvern íbúa.Sara Rut Fannarsdóttir Eins og fjallað var um á Stöð 2 fyrir helgi, er bæjarstjórinn með rúmar tvær milljónir króna í laun á mánuði. Elliði er ekki hæstlaunaði bæjarstjóri landsins, það er Ásdís Kristjánsdóttir í Kópavogi, en Elliði er samkvæmt útreikningum fréttastofu sá bæjarstjóri sem fær mest frá hverjum og einum íbúa sveitarfélagsins, ef laununum er deilt á fjöldann. „Ég held að það sé nú alveg sama hvaða starfsmann sveitarfélagsins þú tekur, ef þú deilir kostnaðinum niður á íbúafjölda færðu hærri tölu en í stærra samfélagi. Ég held að það liggi í hlutarins eðli. Þetta er vel launað starf. Það er mjög réttmæt umræða að ræða laun bæjarstjóra en það verður að gera það á vitrænni forsendum en að taka íbúatöluna og deila henni niður á starfið,“ segir Elliði. Við samning Elliða við Ölfus bætist á þessu kjörtímabili bíll til afnota, í stað beinnar greiðslu fyrir akstur vegna starfsins.
Sveitarstjórnarmál Ölfus Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira