Kyrie Irving verður áfram hjá Brooklyn Nets en Wall fer til Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 07:30 Kyrie Irving og Kevin Durant spila áfram saman hjá Brooklyn Nets á næsta NBA-tímabili. Getty/Maddie Malhotr Kyrie Irving var ekki tilbúinn að skilja tæpa fjóra milljarða íslenskra króna eftir á borðinu og ætlar að nýta sinn rétt og taka lokaárið í samningi sínum við Brooklyn Nets. Bandarískir miðlar fengu það staðfest í nótt. Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna. NBA Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna.
NBA Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira