„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 11:55 Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Carbfix Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Í um áratug hefur CarbFix verið að fanga koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og binda það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Nú á að margfalda umfang þeirrar starfsemi með nýju lofthreinsiveri; Mammoth; sem reist verður af svissneska fyrirtækinu Climeworks. „Verksmiðjan fangar þar núna um 4000 tonn á ári og mun þá fanga fjörutíu þúsund tonn þegar nýja verksmiðjan hefur verið reist; sem tekur til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Þetta er töluvert mikilvægt innlegg inn í baráttuna við loftslagsvandann,“ segir Ólafur Teitur Guðnason kynningarfulltrúi CarbFix. Stækkun starfseminnar á Hellisheiði hefur þegar vakið heimsathygli; Reuters og Fortune hafa birt greinar þar sem vakin er athygli á þessum miklu sviptingum. Í Fortune segir að kapphlaupið sé hafið um stærstu kolefnisförgunarverksmiðju heims: „Þar er litla Ísland að birtast óvænt sem stórveldi í grænum lausnum.“ Climeworks reisir verksmiðjuna og borgar fyrir förgunina. Svo á svissneska fyrirtækið fyrir sitt leyti í viðskiptum við aðila sem vilja lækka sitt kolefnisspor. Sú lækkun kolefnisspors er þannig í raun keypt hjá Climeworks, sem aftur kaupir tæknina af CarbFix. Á sama tíma hefur Landsvirkjun tilkynnt um að fyrirtækið hyggist farga kolefni í virkjun sinni á Þeistareykjum. Í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að auk verulegs samdráttar í losun er föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg ef takmarka á hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. „Það er mikil þróun í þessari tækni akkúrat núna og reiknað með því að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Þetta mun ekki bjarga heiminum eitt og sér, þetta er engin töfralausn, en það er almennt talið að þetta muni verða mikilvægur hluti af viðleitni okkar mannfólksins til að draga úr styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Ólafur Teitur.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46
Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. 28. júní 2022 07:59