Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 19:08 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ Hulda Margrét Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur. Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur.
Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira