Aðeins um dagdrykkju gamalmenna - af hverju eru þau að drekka? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. júní 2022 11:00 Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldri borgarar Áfengi og tóbak Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun