„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 19:16 Þorsteinn Halldórsson var ánægður með seinni hálfleikinn í sigri Íslands í kvöld. Mynd/Skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum. „Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með seinni hálfleikinn, hann var góður fannst mér heilt yfir,“ sagði Þorsteinn eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Við vorum áræðin í okkar leik þá og þorðum að stíga hátt á þær og gerðum það vel og lokuðum vel á þær. Auðvitað fengu þær færi og allt það, eða hættulega sénsa og möguleika á að skapa sér færi, en heilt yfir fannst mér seinni hálfleikurinn bara flottur.“ „Í fyrri hálfleik byrjuðum við ágætlega, en svo kom þarna kafli sem var erfiður hjá okkur og við vorum að erfiða svolítið mikið. En það jákvæða við það er að við stígum upp í seinni hálfleik og gerum það vel.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri og seinni hálfleik, en Þorsteinn segist þó ekki hafa haldið neina þrumuræðu inni í klefa til að kveikja í liðinu. „Við fórum bara rólega yfir einhverja taktíska hluti. Bara ákveðnar lausnir sem við vildum koma með og ákveðna hluti sem við vildum gera betur. Margt af því heppnaðist en svo raunverulega stigu leikmenn bara upp og sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik.“ Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu er Evrópumeistaramótið sem hefst eftir slétta viku. Fyrsti leikur Íslands er þann 10. júlí gegn Belgíu, en Þorsteinn segir að næstu dagar muni einkennast af æfingum, ferðalögum og hvíld. „Það er bara endurheimt á morgun og rólegur dagur þá. Síðan förum við til Þýskalands að undirbúa okkur enn frekar. Æfa vel og slípa okkur enn betur saman og gera okkur klár fyrir EM,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Íslands gegn Póllandi
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira