Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 16:31 Nelson Piquet hefur verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu fyrir ummæli sín um Lewis Hamilton. Vísir/Getty Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. Piquet notaði rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet baðst þó afsökunar á ummælum sínum í gær. BRDC, sem á Silverstone kappakstursbrautina, segist hafa skráð afsökunarbeiðni Piquet hjá sér, en þrátt fyrir það mun hann þurfa að skila meðlimakorti sínu inn að viku liðinni. Another ban has come Nelson Piquet's way...#F1https://t.co/cSxlbAMES7— PlanetF1 (@Planet_F1) June 30, 2022 Piquet er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, en hann stóð uppi sem sigurvegari árin 1981, 1983 og 1987. Ummæli hans um Hamilton hafa valdið miklum usla innan Formúlu 1 og hvert stórnafnið á fætur öðru hefur stigið fram til að fordæma umrædd ummæli. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel var einn af þeim sem lét í sér heyra eftir ummælin og sagði ekkert pláss vera fyrir slíkan hugsunarhátt í samfélaginu. „Hvers kyns mismunun er röng þannig að það var gott að sjá svona mikil viðbrögð frá Formúlu 1 samfélaginu og að fólk skuli hafa lýst yfir stuðningi sínum við Lewis,“ sagði Vettel. „Það á ekki að vera neitt pláss fyrir svona ummæli og við eigum enn langt í land. Við erum komin mun lengra en fyrir nokkrum árum, en það hjálpar ekkert þegar það er enn fólk sem notar óviðeigandi talsmáta.“ Formúla Akstursíþróttir Tengdar fréttir Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Piquet notaði rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet baðst þó afsökunar á ummælum sínum í gær. BRDC, sem á Silverstone kappakstursbrautina, segist hafa skráð afsökunarbeiðni Piquet hjá sér, en þrátt fyrir það mun hann þurfa að skila meðlimakorti sínu inn að viku liðinni. Another ban has come Nelson Piquet's way...#F1https://t.co/cSxlbAMES7— PlanetF1 (@Planet_F1) June 30, 2022 Piquet er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, en hann stóð uppi sem sigurvegari árin 1981, 1983 og 1987. Ummæli hans um Hamilton hafa valdið miklum usla innan Formúlu 1 og hvert stórnafnið á fætur öðru hefur stigið fram til að fordæma umrædd ummæli. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel var einn af þeim sem lét í sér heyra eftir ummælin og sagði ekkert pláss vera fyrir slíkan hugsunarhátt í samfélaginu. „Hvers kyns mismunun er röng þannig að það var gott að sjá svona mikil viðbrögð frá Formúlu 1 samfélaginu og að fólk skuli hafa lýst yfir stuðningi sínum við Lewis,“ sagði Vettel. „Það á ekki að vera neitt pláss fyrir svona ummæli og við eigum enn langt í land. Við erum komin mun lengra en fyrir nokkrum árum, en það hjálpar ekkert þegar það er enn fólk sem notar óviðeigandi talsmáta.“
Formúla Akstursíþróttir Tengdar fréttir Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00
Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30