Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:23 Technoblade greindi fylgjendum sínu frá því á síðasta ári að hann hefði greinst með krabbamein. Skjáskot Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan. Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan.
Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira