Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2022 20:06 Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hér erum við að tala um Selfyssinginn Önnu Báru, sem fréttamaður hitti með foreldrum sínum, þeim Magnúsi Gíslasyni og Kristínu Traustadóttur í Tryggvagarð á Selfossi. Anna Bára varð 18 ára í byrjun apríl og þá orðin fullorðin í skilningi laga. Þá fóru hlutirnir að flækjast, samkvæmt kerfinu er hún núna orðin sjálfstæði og á að geta séð um öll sín mál sjálf, þrátt fyrir mikla fötlun og aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Regluverkið í kringum það fyrir einstakling eins og Önnu Báru 18 ára er bara svo flókið að það skilur engin neitt og það getur engin leiðbeint manni í gegnum þetta með góðu móti. Maður rekst alls staðar á veggi eins og maður sé fyrsti og eini einstaklingurinn í þessari stöðu,“ segir Kristín. Magnús, Kristín og Anna Bára í Tryggvagarði á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýlega fóru Magnús og Kristín í það að stofna bankareikning fyrir Önnu Báru þannig að örorkubæturnar hennar færu inn á reikninginn. Þau þurftu fyrst nokkur vottorð til að sanna að þau væru foreldrar hennar og eftir það var reikningurinn stofnaður og örorkubæturnar farnar að koma inn. Nei, nú kom babb í bátinn. „Já, þá stoppar það allt því að við getum ekki tekið áreiðanleikakönnun af því að við erum ekki búin að fara á eitthvað námskeið, sem persónulegir talsmenn, sem haldið er að réttindargæslu fatlaðra,“ bætir Kristín við. Námskeiðið átti að vera á Seltjarnarnesi en nú er komið í ljós að það er ekki hægt að halda námskeiðið vegna persónuverndarlaga. „Þá áttum við að koma skriflegu umboði til þeirra frá Önnu Báru þar sem hún lýsir því yfir að við séum hæf til að annast hennar mál á meðan þetta námskeið er ekki haldið,“ segir Kristín. Foreldrarnir segja að Anna Bára sé ekki að fara að skrifa undir neitt enda getur hún ekki skrifað út af fötlun sinni eða tjáð sig á annan hátt. Á meðan er bankareikningurinn lokaður og algjör pattstaða í málinu. „Það er svo voðalega verið að passa upp á réttindi einstaklingsins að það er bara traðkað á þeim í leiðinni,“ segir Kristín enn fremur. Magnús og Kristín, sem ætla að halda áfram að berjast i málum dóttur sinnar, Önnu Báru.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira