Sara um vonbrigðin að missa af heimsleikunum: Einu mistökin er að reyna ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir var langt frá því að komast í gegnum Last-Chance Qualifier mótið og verður því ekki með á heimsleikunum í ár. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana. Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira