Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 16:31 Stephen Curry og sonur hans Canon mættu um helgina á leik Golden State Warriors og Sacramento Kings í Sumardeild NBA. Getty/Scott Strazzante Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn. Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers. NBA Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers.
NBA Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira