Kallar þá sem gengu til liðs við LIV hræsnara og lygara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júlí 2022 14:46 Billy Horschel er ósáttur við þá kylfinga sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. Kevin C. Cox/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Billy Horschel virðist ekki hrifinn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina og segir að þeir eigi ekki að fá að spila á DP World Tour eða PGA-mótaröðinni. Ummæli Horschel koma í kjölfarið á því að 16 kylfingar á Evrópumótaröðinni DP World Tour fengu refsingar fyrir að taka þátt í fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar. Refsingarnar fólu í sér sektir og keppnisbann frá þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar, þar á meðal Opna skoska mótinu sem hefst á morgun. Breski kylfingurinn Ian Poulter var meðal þeirra sem hlaut refsingu, en hann hefur hins vegar fengið leyfi til að keppa á Opna skoska eftir að hafa unnið mál gegn Evrópumótaröðinni. „Þeir ákváðu að spila á þessari mótaröð og þeir ættu að halda sig þar,“ sagði Horschel um þá kylfinga sem hlutu refsingu. „Þeir ættu ekki að koma aftur á Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina.“ „Það að segja að þeir hafi viljað styðja Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina í framtíðinni er algjörlega fáránlegt finnst mér. Það er óheppilegt að þeir hafi skilið svona við þetta, en þetta er það sem þeir vildu. Látið okkur í friði í guðanna bænum.“ „Atburðir seinustu vikna hafa farið mikið í taugarnar á mér af því að það er fullt af kylfingum sem eru hræsnarar og lygarar og þeir eru ekki að segja allan sannleikan.“ „Ég get ekki lengur verið diplómatískur lengur eins og ég hef verið hingað til,“ sagði Horschel pirraður að lokum. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ummæli Horschel koma í kjölfarið á því að 16 kylfingar á Evrópumótaröðinni DP World Tour fengu refsingar fyrir að taka þátt í fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar. Refsingarnar fólu í sér sektir og keppnisbann frá þremur mótum á vegum Evrópumótaraðarinnar, þar á meðal Opna skoska mótinu sem hefst á morgun. Breski kylfingurinn Ian Poulter var meðal þeirra sem hlaut refsingu, en hann hefur hins vegar fengið leyfi til að keppa á Opna skoska eftir að hafa unnið mál gegn Evrópumótaröðinni. „Þeir ákváðu að spila á þessari mótaröð og þeir ættu að halda sig þar,“ sagði Horschel um þá kylfinga sem hlutu refsingu. „Þeir ættu ekki að koma aftur á Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina.“ „Það að segja að þeir hafi viljað styðja Evrópumótaröðina eða PGA-mótaröðina í framtíðinni er algjörlega fáránlegt finnst mér. Það er óheppilegt að þeir hafi skilið svona við þetta, en þetta er það sem þeir vildu. Látið okkur í friði í guðanna bænum.“ „Atburðir seinustu vikna hafa farið mikið í taugarnar á mér af því að það er fullt af kylfingum sem eru hræsnarar og lygarar og þeir eru ekki að segja allan sannleikan.“ „Ég get ekki lengur verið diplómatískur lengur eins og ég hef verið hingað til,“ sagði Horschel pirraður að lokum.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira