Gunnhildur: Vissum alveg að hún myndi taka bandið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2022 12:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er leiðtogi íslenska landsliðinu hvort sem hún er með fyrirliðabandið eða ekki. Hún fer fyrir liðinu í baráttu, fórnfýsi og ósérhlífni. Vísir/Vilhelm Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir missti fyrirliðabandið fyrir síðasta leik íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Englandi. Hún segir það ekki breyta sér neitt sem leikmaður hvort hún sé titlaður fyrirliði eða ekki. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarlandsliðs í eitt og hálft ár þegar Ísland mætti Póllandi á dögunum. Athygli vakti að Sara var aftur kominn með fyrirliðabandið en Gunnhildur Yrsa hafði skilað því hlutverki með miklum glæsibrag á meðan Sara var í barneignarfríi. Gunnhildur var ekkert að svekkja sig yfir því að missa bandið svo skömmu fyrir stórmót. „Ég vissi það að Sara Björk er búin að vera fyrirliði í þessu liði síðan að ég man eftir mér. Við vissum það því alveg þegar hún kæmi til baka þá myndi hún taka bandið til baka,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins í Crewe í dag. Gunnhildur talar vel um Söru Björk en þær byrjuðu saman á miðjunni með Dagnýju Brynjarsdóttur út í Póllandi. Það er erfitt að finna reyndari miðju en þegar þessar þrjár mæta til leiks. „Hún er frábær leiðtogi og búin að gera þetta vel. Hún hefur alltaf verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Það sem er á hreinu að það eru margir leiðtogar í íslenska liðinu og enginn þeirra mun spila eitthvað öðruvísi hvort þær eru með bandið eða ekki. „Ég er ekkert að fara breytast. Ég mun alltaf vera sami leikmaður hvort sem ég er með bandið eða ekki. Eins og ég hef alltaf sagt í þessum viðtölum þá er þessi hópur geggjaður og það gæti hver sem er verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Hún hrósar liðsfélögum sínum líka eins og sannur leiðtogi. „Þær eru allar geggjaðar og tilbúnar að stíga upp. Það eru allir með sitt hlutverk á hreinu og það er síðan frábært að eiga leikmann eins og Söru sem gengur út með liðið. Hún er heimsklassa leikmaður,“ sagði Gunnhildur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarlandsliðs í eitt og hálft ár þegar Ísland mætti Póllandi á dögunum. Athygli vakti að Sara var aftur kominn með fyrirliðabandið en Gunnhildur Yrsa hafði skilað því hlutverki með miklum glæsibrag á meðan Sara var í barneignarfríi. Gunnhildur var ekkert að svekkja sig yfir því að missa bandið svo skömmu fyrir stórmót. „Ég vissi það að Sara Björk er búin að vera fyrirliði í þessu liði síðan að ég man eftir mér. Við vissum það því alveg þegar hún kæmi til baka þá myndi hún taka bandið til baka,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins í Crewe í dag. Gunnhildur talar vel um Söru Björk en þær byrjuðu saman á miðjunni með Dagnýju Brynjarsdóttur út í Póllandi. Það er erfitt að finna reyndari miðju en þegar þessar þrjár mæta til leiks. „Hún er frábær leiðtogi og búin að gera þetta vel. Hún hefur alltaf verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Það sem er á hreinu að það eru margir leiðtogar í íslenska liðinu og enginn þeirra mun spila eitthvað öðruvísi hvort þær eru með bandið eða ekki. „Ég er ekkert að fara breytast. Ég mun alltaf vera sami leikmaður hvort sem ég er með bandið eða ekki. Eins og ég hef alltaf sagt í þessum viðtölum þá er þessi hópur geggjaður og það gæti hver sem er verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Hún hrósar liðsfélögum sínum líka eins og sannur leiðtogi. „Þær eru allar geggjaðar og tilbúnar að stíga upp. Það eru allir með sitt hlutverk á hreinu og það er síðan frábært að eiga leikmann eins og Söru sem gengur út með liðið. Hún er heimsklassa leikmaður,“ sagði Gunnhildur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira