Það er af sem áður var Heiðar Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 11:00 Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Fjarskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sæstrengir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag. Landssíminn var síðan einkavæddur árið 2005. Þessar breytingar gjörbyltu neytendamarkaði til hins betra. Fjölbreytni jókst, þjónusta batnaði og verð lækkuðu gríðarlega.i Frumkvæðið að lagabreytingunum var allt hjá Sjálfstæðisflokknum. Í dag er ástandið þveröfugt. Enn eru það Sjálfstæðismenn sem veita málunum forstöðu en nú er verið að auka umfang hins opinbera. RÚV fær síaukin framlög þrátt fyrir að tilvist ríkisútvarps sé alger tímaskekkja. Aldrei hafa fleiri útvarps- og sjónvarpsstöðvar verið í rekstri og dreifing á slíku efni er nánast orðin almenn, enda er hægt að opna fjölmiðil á netinu með engri fyrirhöfn. Öryggishlutverk ríkisútvarps er ekkert enda hafa snjallsímar löngu tekið það yfir. Ríkisfréttastofa minnir á liðna tíma og fyrirkomulag ráðstjórnarríkja. Að ríkið standi í samkeppni á auglýsingamarkaði hefur alltaf verið fráleitt. Á fjarskiptamarkaði er Ísland eitt Vesturlanda með ríkiseinokun á ljósleiðurum á milli landa. Þrátt fyrir vilja einkaaðila til að koma þar inn og byggja á hagkvæmari hátt slíkar tengingar er þeim hrundið jafn harðan. Vodafone Group er stærsti eigandi slíkra tenginga í heiminum og yfir fimmtungur af allri heimsumferð á internetinu fer um þeirra strengi. Einhver hefði haldið að það væri fengur að slíkri innkomu á íslenskan markað en það er öðru nær. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræður yfir málefnum Farice. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem ráðherra fjarskiptamála hefur ekki látið þetta stórmál um samkeppni sig varða. Í sumar var verið að bjóða út tvo þræði í svokölluðum Nato ljósleiðara. Þar hafði Vodafone rekið einn þráð af myndarbrag í 12 ár. Öll samkeppni við Símann var á þeim þræði, sem og öryggisfjarskipti. Síminn hafði fyrir einkavæðingu fengið 5 þræði í ljósleiðaranum. Á okkar eina þræði voru meðal annarra Vaktstöð siglinga, Neyðarlínan og Nova en Landhelgisgæslan gaf okkur hæstu einkunn, líkt og aðrir viðskiptavinir fyrir reksturinn. Í stað þess að bjóða út annan þráðinn og leyfa okkur að halda áfram okkar góðu starfi með hinn, sem hefði eflt enn frekar samkeppni með innkomu nýs aðila, er ákveðið að klæðskerasníða útboð að hagsmunum opinbers fyrirtækis, Ljósleiðarans (áður þekkt sem Gagnaveita Reykjavíkur). Ljósleiðarinn fékk því báða þræðina og segist ætla að leggja ljósleiðara inná öll heimili í dreifbýli á kostnað Reykvíkinga. En Ljósleiðarinn hefur ekki fjármagn í verkið og hyggur á aukningu hlutafjár. Það er alger tímaskekkja og sóun að draga ljós inná hvert heimili þegar 5G farsímatækni er komin í gagnið sem býður upp á 2Gb tengingu í gegnum loftið (6G enn meiri hraða) án alls jarðrasks á meðan Ljósleiðarinn býður í dag 1Gb. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra stýrir þessari sóun og aðför að einkaaðilum og samkeppni. Síðan tekur steininn úr þegar umræða hefst hjá Sjálfstæðismönnum um hvort stofna eigi öflugt fjarskiptafélag í eigu ríkisins með sameiningu Orkufjarskipta, Farice og Neyðarlínunnar. Á tyllidögum er talað um sjálfbærni og minnkun á sóun en verkin sem hér eru nefnd eru dæmi um hið gagnstæða. Hagur almennings mun versna hratt við þessa þróun. i Engin grein hefur dregið jafn mikið úr verðbólgu á síðustu árum og fjarskiptaþjónusta þar sem vísitala farsímaþjónustu mæld af Hagstofu er í dag 9,5% af því sem hún var áður. Höfundur er forstjóri Stöðvar 2 og Vodafone.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun