Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júlí 2022 16:33 Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra býður sig formlega fram til leiðtoga Íhaldsflokksins. AP/Daniel Leal/ Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Sunak og Sajid Javid, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, urðu fyrstir ráðherra í hrinu afsagna til að segja af sér. Þeir gerðu grein fyrir ákvörðuninni í bréfi sem þeir birtu á Twitter á þriðjudag þar sem þeir lýstu yfir vantrausti í garð Johnsons. Í framboðsmyndbandi Sunaks sagði hann sögu ömmu sinnar og afa sem fluttu til Bretlands frá Indlandi. Hann sagði Bretland hafa veitt sér, fjölskyldu sinni og raunar milljónum fjölskyldna tækifæri. Sunak sagðist fyrst og fremst hafa farið út í stjórnmál til að tryggja fleirum slík tækifæri. Hann sagðist vilja leiða þjóðina í rétta átt og að nú sé nóg komið af óeiningu og sundrung. Nú þurfi að sameina bresku þjóðina. Tónlistin í myndbandinu er til þess fallin að skapa ákveðin hughrif; eftirvæntingu og von og hafa gæði myndbandsins orðið til þess að sumir efast um að Sunak hafi tekið ákvörðun um framboðið fyrir nokkrum dögum. Bretland Tengdar fréttir Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Hægur vindur og skúrir eða slydduél Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Sunak og Sajid Javid, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, urðu fyrstir ráðherra í hrinu afsagna til að segja af sér. Þeir gerðu grein fyrir ákvörðuninni í bréfi sem þeir birtu á Twitter á þriðjudag þar sem þeir lýstu yfir vantrausti í garð Johnsons. Í framboðsmyndbandi Sunaks sagði hann sögu ömmu sinnar og afa sem fluttu til Bretlands frá Indlandi. Hann sagði Bretland hafa veitt sér, fjölskyldu sinni og raunar milljónum fjölskyldna tækifæri. Sunak sagðist fyrst og fremst hafa farið út í stjórnmál til að tryggja fleirum slík tækifæri. Hann sagðist vilja leiða þjóðina í rétta átt og að nú sé nóg komið af óeiningu og sundrung. Nú þurfi að sameina bresku þjóðina. Tónlistin í myndbandinu er til þess fallin að skapa ákveðin hughrif; eftirvæntingu og von og hafa gæði myndbandsins orðið til þess að sumir efast um að Sunak hafi tekið ákvörðun um framboðið fyrir nokkrum dögum.
Bretland Tengdar fréttir Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42 Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Hægur vindur og skúrir eða slydduél Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Nýr leiðtogi Íhaldsflokksins í fyrsta lagi kjörinn eftir sex vikur Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður í fyrsta lagi kjörinn eftir sex til sjö vikur en kjörið gæti dregist fram á haustið. Ben Wallace varnarmálaráðherra þykir líklegasti arftaki Borisar Johnson en fleiri þykja þó sigurstranglegir. Wallace segir Úkraínu ekki þurfa að óttast að Bretar láti af stuðningi sínum. 8. júlí 2022 11:42
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7. júlí 2022 07:23
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Boris mun þó starfa áfram sem forsætisráðherra Bretlands þar til í október þegar nýr leiðtogi verður kjörinn á landsfundi. 7. júlí 2022 11:32