Berglind Björg: Þetta er EM og það getur allt gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2022 12:31 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er kát með lífið á glæsilegu hóteli íslenska liðsins. Vísir/Vilhelm Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mikilvæg mörk þegar Íslands tryggði sig inn á EM og skoraði einnig í eina undirbúningsleik liðsins fyrir Evrópumótið. Það bendir margt til þess að hún muni byrja fremst í fyrsta leik á móti Belgíu. „Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
„Þetta er fyrst að kicka in núna. Við fórum aðeins yfir það á æfingu í dag hvernig við ætlum að gera þetta. Svo er fundur í kvöld þannig að núna fer spennan að magnast,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í gær en hún kvartar ekki mikið yfir hóteli liðsins. „Það er mjög næs að búa í kastala. Þetta er virkilega flott hótel og við erum gríðarlega sáttar,“ sagði Berglind Björg en er þetta eitthvað sem hún þekkir vel á ferðum sínum með landsliðinu. „Nei, guð ég er ekki vön svona. Þetta er bara geggjað, flott hótel og geggjaður matur þannig að við erum í toppmálum,“ sagði Berglind. Það er ekki leiðinlegt að geta hvílt sig aðeins í svona drottningarstólum sem má finna á hóteli íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Við byrjuðum heima, fórum svo til Póllands og síðan til Þýskalands. Við erum komnar hingað og það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum mjög spenntar,“ sagði Berglind. Berglind spilaði lítið með Brann á þessu tímabili en segist vera búin að losa sig við þau meiðsli. „Staðan er bara mjög góð. Ég er fullfrísk og til í þetta. Ég var að glíma aðeins við ökklameiðsli. Ég er komin yfir þau,“ sagði Berglind. Hún beið líka eftir því að fá að vita meira um belgíska liðið. „Við förum klárlega inn í þennan leik til að spila okkar leik en þurfum náttúrulega að hafa í huga hvernig þær eru, hvernig þær verjast og sækja. Við verðum hundrað prósent með þetta í leiknum,“ sagði Berglind. Hún leggur áherslu á það að allar í hópnum séu í þessu saman. „Við erum allar með alveg eins hlutverk sem er að gera sitt besta því við erum allar partur af hópnum,“ sagði Berglind. Það er ekki mikil von á því að markmið liðsins verði opinberuð. „Við ætlum bara að gera okkar besta. Við tökum einn leik fyrir í einu og ef við náum að vinna hann þá förum við í næsta og höldum þessu áfram. Við ætlum ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar eða gefa of stór markmið út,“ sagði Berglind. Það eru engar stóra yfirlýsingar en er það eitthvað sem þær lærðu af EM í Hollandi? „Já kannski. Nei, þetta er EM og það getur allt gerst. Best að byrja á því að fara inn í fyrsta leik, reyna sitt besta og sjá svo til,“ sagði Berglind.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira