Dalvík – „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2022 09:04 Kristín Aðalheiður og Bjarni, sem eiga og reka kaffihúsið og barinn Gísli, Eiríkur og Helgi með miklum myndarskap. Bjarni segir að það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, hann sé svona asninn, sem er bundin aftan í og fylgi bara með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakkabræðurnir, Gísli, Eiríkur og Helgi eiga „heima“ á Dalvík og gera það gott að kaffihúsi og bar í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur, fréttamaður heimsótti Dalvík og tók hús á nokkrum bæjarbúum. Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þegar hugsað er um Dalvík þá dettur eflaust mörgum fyrst í hug Fiskidagurinn mikli, Samherji og tónlistarmennirnir Friðrik Ómar, Eyþór Ingi og Matti Matt, allt miklir snillingar og Dalvíkingar. Á staðnum eru líka öflug fyrirtæki eins og Sæplast og Samherji og þá eru margir flottir veitingastaðir í bæjarfélaginu eins og Gísli, Eiríkur og Helgi en þar eru öflugir eigendur, hjónin Kristín Aðalheiður, alltaf kölluð Heiða og Bjarni, sem eru líka allt í öllu þegar Dalvík er annars vegar þó að hann sé Grenvíkingur. Bræðurnir fá sitt pláss á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er kaffihús bakkabræðra en alla daga bjóðum við upp á fiskisúpu og erum búin að gera í mörg, mörg ár, eiginlega nánast frá opnun, fiskisúpu og við bökum öll brauðin úr kalda bjór,“ segir Heiða. En hvernig karlar voru þetta, Gísli, Eiríkur og Helgi? „Þeir voru frábærir og miklir frumkvöðlar á mörgum sviðum, meðal annars á sviði fjallaskíðamennsku, sem er að tröllríða öllu hér á Tröllaskaganum. Við viljum meina að þeir hafi verið þeir fyrstu, sem stunduðu fjallaskíði af miklum eldmóð,“ segir Heiða enn fremur. Heiða með hluta af starfsfólki sínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heiða og Bjarni eru ekki hætt, þau ætla að byggja upp frekari ferðaþjónustu á staðnum. Bjarni reynir þó að halda Heiðu niðri og segir að þetta sé komið nóg en hún er ekki á þeim buxunum. „Það þurfa allir einhverja konu eins og Heiðu til að draga vagninn, ég er svona asninn, sem er bundin aftan í og ég fylgi bara með. Hún fær mikið af hugmyndum en ég reyni bara að kreista augun aftur þegar við leggjumst á koddann á kvöldin og loka eyrunum á meðan hún heldur áfram að mala,“ segir Bjarni og hlær. Gott að búa á Dalvík Það þykir mjög gott að ala upp börn og unglinga á Dalvík, enda nóg um að vera í íþrótta- og æskulýðsmálum og góður leik og grunnskóli eru á staðnum. Íbúar eru mjög sammála um að það sé gott að búa í Dalvíkurbyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru hjartanlega sammála um að það sé gott að búa á Dalvík? „Það er skemmtilegast að leika og það eru skemmtilegir krakkar hérna og skemmtilegur skóli“, segir Barði Björgvinsson 11 ára. "Það eru mjög margir vinir hérna og skólinn er skemmtilegur,“ segir Hilmir Þór Hafþórsson 12. „Það besta við Dalvík er félagslífið og fólkið og þetta er bara æðislegur staður,“ segir Unnur Elsa Aðalsteinsdóttir, sem vinnur á Gísla, Eiríki og Helga. Þessi er staddur á Dalvík, sem margir kannast eflaust mjög vel við.Magnús Hlynur Hreiðarsson "Það besta við Dalvík er vinnan og félagslífið og allt sem ég hef hérna, og veðrið svo sannarlega líka. Hér er dásamlegt að eiga heima, fullt af sætum stelpum og alveg frábært. Þetta er lífið sjálft hérna á Dalvík, bara alveg frábært,“ segir Valdimar Jón Gunnþórsson, sem vinnur líka hjá Gísla, Eiríki og Helga. Það er mjög gamana að koma á Byggðasafnið Hvol á Dalvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira