Dúna: Þetta var bara eitt símtal og ég var klár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 09:30 Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er styrktarþjálfari íslenska liðsins og eina konan í þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir er ekki kölluð annað en Dúna af þeim sem þekkja hana. Hún er kannski ekki alltaf í sviðsljósinu en tekur engu að síður virkan þátt í æfingum íslenska landsliðsins á EM í Englandi. Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Guðrún Þórbjörg er styrktarþjálfari íslenska liðsins og fylgist líka vel með því hvort álagið sé rétt á leikmenn landsliðsins. Það er á hennar ábyrgð að koma stelpunum í gírinn fyrir allar æfingar. „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp. Þetta eru algjörir snillingar, bæði starfsfólkið og stelpurnar í liðinu. Algjörir fagmenn og maður getir lært helling. Það er góða stemmning í hópnum og þetta er bara geggjað,“ sagði Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, styrktarþjálfari íslenska liðsins. „Ég sé um fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar á hverri æfingu. Svo sé ég um GPS-ið þar sem við erum að fylgjast með því hvað stelpurnar hlaupa mikið, hvað þær taka marga sprettmetra og ýmislegt. Við reynum að stjórna álaginu með þeim upplýsingum,“ sagði Guðrún. Klippa: Guðrún Þórbjörg: Reyni að gera hana eins skemmtilega og ég get Hún leggur metnað sinn í að gera upphitun stelpnanna skemmtilega. „Það þarf að undirbúa sig fyrir hverja æfingu. Upphitunin er ekki skemmtilegasti parturinn af æfingunni þannig að ég reyni að krydda aðeins upp á þetta og gera hana eins skemmtilega og ég get. Svo er GPS-vinnan eftir æfingu getur verið talsvert mikil,“ sagði Guðrún. Guðrún var ánægð með vinnusemi stelpnanna okkar i jafnteflinu á móti Belgíu. „Þetta var bara hörkuleikur og þær hlupu mikið. Það er alveg staðfest. Þær verða þreyttar í dag þannig að endurheimtin er mikilvæg. Við ætlum að sjá til þess að þær verði klárar í næsta leik,“ sagði Guðrún. Hún þarf ekki mikið að sinna einstaklingsþjónustu fyrir leikmenn liðsins. „Sem betur fer ekki. Þetta eru bara atvinnumenn og þær kunna sitt fag. Ég er samt alltaf til staðar ef til þarf,“ sagði Guðrún. Hún hefur verið með landsliðinu undanfarin tvö ár. „Ég er búin að vera með síðan að Ási og Steini tóku við en síðan þá er ég búin að fylgja þeim.,“ sagði Guðrún og það þurfti ekki að sannfæra hana mikið. „Þetta var bara eitt símtal og ég var klár,“ sagði Guðrún. Það má sjá viðtalið í myndbandinu hér fyrir ofan.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira