Elísa inn í byrjunarliðið fyrir Sif Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2022 14:36 Hér má sjá byrjunarliðið gegn Belgum en gegn Ítölum kemur Elísa Viðarsdóttir inn fyrir Sif Atladóttur. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi klukkan 16:00. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Sif Atladóttur. Ísland gerði 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðsins gegn Belgíu og lítið annað en sigur kemur til greina í dag ætli liðið sér að komast upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Fyrir leikinn í dag gerir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í fyrsta leiknum. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna fyrir Sif Atladóttur. Elísa myndar því varnarlínu með Glódísi Perlu Viggósdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Hallberu Gísladóttir. Sandra Sigurðardóttir stendur síðan í markinu þar fyrir aftan. Á miðjunni verða Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði en ýmsar vangaveltur hafa verið í aðdraganda leiksins hvort Karólína Lea Vilhjálmsdóttir yrði færð af kantinum og niður á miðjuna. Þorsteinn heldur sig hins vegar við sömu miðjumenn og gegn Belgum. Sóknarlínan er einnig sú sama. Karólína Lea og Sveindís Jane Jónsdóttir byrja á sitthvorum kantinum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markaskorari Íslands gegn Belgum, byrjar í fremstu víglínu. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Byrjunarliðið gegn Ítalíu í Manchester í dag!This is how we start vs Italy in Manchester today!#dóttir pic.twitter.com/9R7TgYQTv1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 14, 2022 EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ítalía-Ísland 0-0 | Mikilvægur leikur í Manchester Ísland mætir Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 á akademíuvelli Manchester City. Ekkert nema sigur kemur til greina hjá íslenska liðinu ætli það sér áfram í átta liða úrslit mótsins. 14. júlí 2022 14:16 Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd. 14. júlí 2022 13:55 Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag. 14. júlí 2022 13:59 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðsins gegn Belgíu og lítið annað en sigur kemur til greina í dag ætli liðið sér að komast upp úr riðlinum og í 8-liða úrslit mótsins. Fyrir leikinn í dag gerir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari eina breytingu á byrjunarliðinu frá því í fyrsta leiknum. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna fyrir Sif Atladóttur. Elísa myndar því varnarlínu með Glódísi Perlu Viggósdóttur, Guðrúnu Arnardóttur og Hallberu Gísladóttir. Sandra Sigurðardóttir stendur síðan í markinu þar fyrir aftan. Á miðjunni verða Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði en ýmsar vangaveltur hafa verið í aðdraganda leiksins hvort Karólína Lea Vilhjálmsdóttir yrði færð af kantinum og niður á miðjuna. Þorsteinn heldur sig hins vegar við sömu miðjumenn og gegn Belgum. Sóknarlínan er einnig sú sama. Karólína Lea og Sveindís Jane Jónsdóttir byrja á sitthvorum kantinum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markaskorari Íslands gegn Belgum, byrjar í fremstu víglínu. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Byrjunarliðið gegn Ítalíu í Manchester í dag!This is how we start vs Italy in Manchester today!#dóttir pic.twitter.com/9R7TgYQTv1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 14, 2022
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ítalía-Ísland 0-0 | Mikilvægur leikur í Manchester Ísland mætir Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 á akademíuvelli Manchester City. Ekkert nema sigur kemur til greina hjá íslenska liðinu ætli það sér áfram í átta liða úrslit mótsins. 14. júlí 2022 14:16 Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd. 14. júlí 2022 13:55 Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag. 14. júlí 2022 13:59 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Í beinni: Ítalía-Ísland 0-0 | Mikilvægur leikur í Manchester Ísland mætir Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 á akademíuvelli Manchester City. Ekkert nema sigur kemur til greina hjá íslenska liðinu ætli það sér áfram í átta liða úrslit mótsins. 14. júlí 2022 14:16
Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd. 14. júlí 2022 13:55
Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag. 14. júlí 2022 13:59