Sveitarstjórastöður séu eyrnamerktar „flokksgæðingum“ og „fjóskörlum allra saurbæja landsins“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 08:27 Glúmur segir fólk ekki eiga séns á Íslandi nema það sé með rétt flokksskírteini. Rúv Glúmur Baldvinsson segist hafa verið að gera að gamni sínu að stuða Framsóknarmenn þegar hann sótti um í hinar ellefu lausu sveitarstjórastöður landsins. Hann hafi ekki átt von á að vera virtur viðlits en segir umhugsunarvert að fólk sem sæki um sé ekki einu sinni boðað í viðtal. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor auglýstu ellefu sveitarfélag eftir nýjum sveitarstjóra með opinni auglýsingu og gat hver sem vildi sótt um. Þegar sveitarfélögin gáfu út hverjir hefðu sótt um vakti athygli að Glúmur Baldvinsson, stjórnmálamaður og fyrrverandi blaðamaður, birtist á öllum listum yfir umsækjendur. Glúmur var að vísu ekki sá einu sem sótti um fleiri en eina sveitarstjórastöðu, Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður og fyrrverandi sýslumaður, birtist einnig á nokkrum listanna. Glúmur hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla um umsóknirnar en í fyrradag skrifaði hann hæðna færslu á Facebook um málið. Sótti um til að stuða Færslan hefst á því að Glúmur segist hafa gert að gamni sínu að „stuða Framsóknarmenn um allar sveitir landsins“ með því að sækja um allar sveitarstjórastöðurnar ellefu sem voru auglýstar. Hann segist hins vegar aldrei hafa átt von á að hreppa nokkurt starfanna. Ástæðan sé að sveitarstjórastörf séu „eyrnamerkt sviplitlum og nánast ómenntuðum flokksgæðingum og fjóskörlum allra saurbæja landsins.“ Þrátt fyrir það segir Glúmur það vera umhugsunarefni að „maður með þrjár háskólagráður og áratuga reynslu af stjórnunarstörfum um heim allan“ sé ekki einu sinni boðaður í viðtal vegna „hreppstjórastöðu í fimmtíu manna byggð þar sem hundrað þúsund rollur ráða ríkjum.“ Fólk eigi ekki séns nema það tilheyri rétta flokknum Blaðamaður hafði samband við Glúm til að spyrja hann út í færsluna, reynslu hans af umsóknarferlinu og skoðun hans á sveitarstjórnarkerfinu. Í svörum til blaðamanns sagði Glúmur færslu sína vera háð og ádeilu. Hann segir færsluna í fyrsta lagi ádeilu á „fáránlega há laun sveitarstjóra sem skaga upp í laun borgarstjóra stærstu borga heims“ og nefnir að síðasti bæjarstjóri Ísafjarðar hafi verið með jafnhá laun og borgarstjórinn í New York. Í öðru lagi sé hann að deila á ráðningarferlið af því allir viti að faglegt mat gildi ekki heldur séu „flokkshestar ráðnir“ og þá segir hann að þeim fjölgi „flokkshestunum sem sækja í svo vel launuð djobb í smábæjum.“ Þá segist hann alltaf hafa vitað að hann ætti ekki séns af því hann væri ekki með rétt flokksskírteini, sé sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar og hafi gagnrýnt stjórnvöld opinberlega. Aðspurður hver viðbrögð sveitarfélaganna við umsóknum hans hafi verið segir Glúmur að þau hafi ekki verið nein. Hann hafi ekki verið boðaður í viðtal einu sinni. Að lokum lýsir hann umsóknum sínum sem eins konar rannsókn og telur sig hafa komast að niðurstöðu í henni: „Á Íslandi áttu ekki sjens sama hversu vel menntaður þú ert eða vel reyndur og sjóaður ef þú tilheyrir ekki rétta flokknum. En þetta vissum við öll fyrir fram.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50 Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka. 6. júlí 2022 17:50
Þau sóttu um stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ Alls sóttu þrjátíu um stöðuna bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu umsóknir sínar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum. 4. júlí 2022 21:01