Ætla ekki að láta stelpurnar vita af stöðunni í hinum leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2022 13:00 Sif Atladóttir og Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving bregða á leik en við hlið þeirra er Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Úrslitin úr leik Ítalíu og Belgíu gætu breytt öllu fyrir okkar konur. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar eiga enn möguleika á að komast í átta liða úrslit Evrópumótsins í Englandi þegar aðeins einn leikur er eftir í riðlinum. Íslenska liðið situr í öðru sæti og tvö efstu sætin skila sæti í útsláttarkeppninni. Vandamálið er kannski að mótherjinn er gríðarlega sterkt lið Frakka. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti með sigri en jafntefli gæti einnig komið liðinu áfram. Þá gæti liðið farið áfram á tapi en í tveimur síðari tilfellunum þarf liðið að fara að treysta á úrslitin úr leik Ítalíu og Belgíu sem fer fram á sama tíma. Það eru því miklar líkur á því að úrslitin úr leiknum í Manchester hafi mikil áhrif á lokaniðurstöðuna hjá íslensku stelpunum sem spila á sama tíma í Rotherham. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast með honum þótt við séum ekki beint að láta leikmenn vita um stöðuna í honum. Við erum samt ekki búin að fara yfir það nákvæmlega hvernig við munum gera þetta. Við höfum verið inn í Ítalíuleiknum og fókuseruð á það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari. „Við höfum ekkert verið að horfa á skipuleg um hvernig við nálgumst Frakkaleikinn. Við verðum að fara yfir það í dag og á morgun. Það er einhver hlutir sem við tökum á þegar þar að kemur,“ sagði Þorsteinn fyrir æfingu liðsins í gær. Það gæti verið smá útreikningur að finna út lokastöðu liðanna eftir leikina á mánudaginn. „Já þetta getur orðið það. Þetta verður mjög spennandi og vonandi endum við bara á réttum stað. Markmiðið okkar í dag er að eiga góðan leik á móti Frakklandi og stefna á að ná að vinna leikinn,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Íslenska liðið situr í öðru sæti og tvö efstu sætin skila sæti í útsláttarkeppninni. Vandamálið er kannski að mótherjinn er gríðarlega sterkt lið Frakka. Íslenska liðið getur tryggt sér sæti með sigri en jafntefli gæti einnig komið liðinu áfram. Þá gæti liðið farið áfram á tapi en í tveimur síðari tilfellunum þarf liðið að fara að treysta á úrslitin úr leik Ítalíu og Belgíu sem fer fram á sama tíma. Það eru því miklar líkur á því að úrslitin úr leiknum í Manchester hafi mikil áhrif á lokaniðurstöðuna hjá íslensku stelpunum sem spila á sama tíma í Rotherham. „Við munum að sjálfsögðu fylgjast með honum þótt við séum ekki beint að láta leikmenn vita um stöðuna í honum. Við erum samt ekki búin að fara yfir það nákvæmlega hvernig við munum gera þetta. Við höfum verið inn í Ítalíuleiknum og fókuseruð á það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari. „Við höfum ekkert verið að horfa á skipuleg um hvernig við nálgumst Frakkaleikinn. Við verðum að fara yfir það í dag og á morgun. Það er einhver hlutir sem við tökum á þegar þar að kemur,“ sagði Þorsteinn fyrir æfingu liðsins í gær. Það gæti verið smá útreikningur að finna út lokastöðu liðanna eftir leikina á mánudaginn. „Já þetta getur orðið það. Þetta verður mjög spennandi og vonandi endum við bara á réttum stað. Markmiðið okkar í dag er að eiga góðan leik á móti Frakklandi og stefna á að ná að vinna leikinn,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira