Smith leiðir Opna breska eftir dag tvö Atli Arason skrifar 15. júlí 2022 23:00 Cameron Smith átti frábæran hring í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Patrick Smith/Getty Images Ástralinn Cameron Smith er í fyrsta sæti á Opna breska mótinu í golfi eftir annan hring mótsins. Mótið stendur yfir frá 14. til 17. júlí. Smith fylgdi eftir öflugri frammistöðu sinni á fyrsta degi mótsins sem hann fór á fimm höggum undir pari með því að klára dag tvö á átta höggum undir pari sem gerir að verkum að hann leiðir Opna breska á samtals 13 höggum undir pari. Smith náði alls sex fuglum og einum erni í dag. A special round of golf from our leader 👏Watch the best of Cam Smith's stunning 64 on Friday at #The150thOpen 👇 pic.twitter.com/JC3sBrctZQ— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Það er spennandi að leiða Opna breska eftir fyrstu tvö dagana,“ sagði Smith eftir daginn í dag áður en hann bætti við. „Upplifunin á morgun á eftir að vera góð þar sem það eru fullt af Áströlum í áhorfendahópnum að fylgjast með. Ég er búinn að fá góðan stuðning fyrstu tvo dagana og get ekki beðið eftir næstu tveimur.“ Næstur á eftir Smith er hinn bandaríski Cameron Young sem er að keppa á sínu fyrsta á Opna breska. Young er tveimur höggum á eftir Smith, alls á 11 höggum undir pari. „Ég er frekar til í að vera í öðru sæti en tíunda. Maður verður samt að spila gott golf yfir helgina hvort sem er, það er samt gott að vera meðal efstu manna,“ sagði Young við CBS. Í þriðja sæti eru Norður-Írinn Rory McIlroy, sem margir töldu sigurstranglegastan fyrir mótið, ásamt hinum 24 ára gamla Viktor Hovland frá Noregi. Hinn ungi Hovland hefur verið að vekja verðskuldaða athygli á fyrstu tveimur dögum mótsins. A piece of Hovland magic 🪄#The150thOpen pic.twitter.com/FKUXBmFaCW— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Dustin Johnson er í fimmta sæti á samtals níu höggum undir pari og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er í sjötta sæti ásamt Tyrell Hatton. Báðir eru þeir á átta höggum undir pari. Það voru þó nokkrir stórkylfingar sem náðu ekki að forðast niðurskurðinn í dag. Tiger Woods, Brooks Koepka, Phil Mickelson eru á meðal þeirra sem hafa lokið leik á Opna breska meistaramótinu. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Ok Twitter, who's making the biggest move tomorrow? ⬆️ #The150thOpen #NTTDATAWall #NTTDATA #drivingdatafurther pic.twitter.com/C3wEQPS0HK— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Opna breska meistaramótið heldur áfram klukkan 09.00 í fyrramálið í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf Opna breska Tengdar fréttir Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira
Smith fylgdi eftir öflugri frammistöðu sinni á fyrsta degi mótsins sem hann fór á fimm höggum undir pari með því að klára dag tvö á átta höggum undir pari sem gerir að verkum að hann leiðir Opna breska á samtals 13 höggum undir pari. Smith náði alls sex fuglum og einum erni í dag. A special round of golf from our leader 👏Watch the best of Cam Smith's stunning 64 on Friday at #The150thOpen 👇 pic.twitter.com/JC3sBrctZQ— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 „Það er spennandi að leiða Opna breska eftir fyrstu tvö dagana,“ sagði Smith eftir daginn í dag áður en hann bætti við. „Upplifunin á morgun á eftir að vera góð þar sem það eru fullt af Áströlum í áhorfendahópnum að fylgjast með. Ég er búinn að fá góðan stuðning fyrstu tvo dagana og get ekki beðið eftir næstu tveimur.“ Næstur á eftir Smith er hinn bandaríski Cameron Young sem er að keppa á sínu fyrsta á Opna breska. Young er tveimur höggum á eftir Smith, alls á 11 höggum undir pari. „Ég er frekar til í að vera í öðru sæti en tíunda. Maður verður samt að spila gott golf yfir helgina hvort sem er, það er samt gott að vera meðal efstu manna,“ sagði Young við CBS. Í þriðja sæti eru Norður-Írinn Rory McIlroy, sem margir töldu sigurstranglegastan fyrir mótið, ásamt hinum 24 ára gamla Viktor Hovland frá Noregi. Hinn ungi Hovland hefur verið að vekja verðskuldaða athygli á fyrstu tveimur dögum mótsins. A piece of Hovland magic 🪄#The150thOpen pic.twitter.com/FKUXBmFaCW— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Dustin Johnson er í fimmta sæti á samtals níu höggum undir pari og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er í sjötta sæti ásamt Tyrell Hatton. Báðir eru þeir á átta höggum undir pari. Það voru þó nokkrir stórkylfingar sem náðu ekki að forðast niðurskurðinn í dag. Tiger Woods, Brooks Koepka, Phil Mickelson eru á meðal þeirra sem hafa lokið leik á Opna breska meistaramótinu. Tiger, we hope to see you at St Andrews againThank you#The150thOpen pic.twitter.com/1rdD8tZKKE— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Ok Twitter, who's making the biggest move tomorrow? ⬆️ #The150thOpen #NTTDATAWall #NTTDATA #drivingdatafurther pic.twitter.com/C3wEQPS0HK— The Open (@TheOpen) July 15, 2022 Opna breska meistaramótið heldur áfram klukkan 09.00 í fyrramálið í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf
Opna breska Tengdar fréttir Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Sjá meira
Tárvotur Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews-vellinum í Skotlandi. Tiger átti erfitt uppdráttar frá upphafi, en honum var vel fagnað þegar hann gekk inn á 18. flöt. 15. júlí 2022 16:15