Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Árni Jóhansson skrifar 18. júlí 2022 23:00 Karólína stóð í ströngu á mörgum vígstöðum á móti Frökkum Vísir/Vilhelm Gunnarsson Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. „Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
„Auðvitað er það mjög súrt að við höfum ekki farið áfram. Mér fannst það skilið. Við vorum inn í öllum leikjunum, skorum þrjú góð mörk og fáum ekki nema þrjú á okkur á móti þessum stóru þjóðum“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í hvernig hún liti á stöðuna eftir leik. Hún var því næst spurð hvort það þyrfti ekki bara að jafna sig á þessu svo það væri hægt að fara að vera stolt af frammistöðunni og þeirri staðreynd að liðið hafi farið í gegnum mótið taplaust.. „Algjörlega. Fremst í huganum er bara þakklæti fyrir alla þessa geggjuðu stuðningsmenn sem mættu hérna í þessum brjálaða hita. Það var eiginlega ótrúlegt.“ Aðstæður voru erfiðar vegna hitans og Karólína var spurð að því hvort það hafi ekki verið að fara að taka á að spila leikinn. „Jú en við reyndum bara að vera jákvæðar og gefa hvor annarri jákvæða orku allan leikinn. Það er ekkert smá gaman að vera í svona bardaga.“ Það var náttúrlega mikið áfall að fá á sig mark á fyrstu mínútunni en svo voru tvö mörk tekin af Frökkum eftir myndbandsdómgæslu. Karólína var spurð út í tilfinningarnar sem fóru í gegnum huga hennar þegar allt þetta fór fram. „Ég var bara alveg í sjokki. Ég get alveg viðurkennt það. Ég sá ekki allt sem fór fram en ég trúði því alltaf að við gætum allavega jafnað leikinn. Það gekk eftir en það var bara ekki nóg eftir.“ Karólína var að spila á sínu fyrsta stórmóti og var spurð að því hvað hún tæki með sér inn í framtíðina og hvernig var að spila fyrir þjálfarann. „Ég tek bara reynsluna. Ég fékk mikið traust á þessu móti. Eins og ég segi þá er framtíðin björt hjá okkur. Það er æðislegt að spila fyrir hann og ég mun alltaf reyna að gera allt sem ég get fyrir hann.“ Að lokum var Karólína spurð út í það hvort hún hafi orðið vör við umræðuna um landsliðið og frammistöðu hennar á samfélagsmiðlunum. „Já og nei. Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta.“ Klippa: Karólína Lea eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50