„Búin að vera skrýtin stemning“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:01 Ólafur Jóhannesson vann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla síðast þegar hann starfaði á Hlíðarenda. vísir/Hulda Margrét Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira