Pabbinn lýsti afar óvæntum HM-sigri sonarins Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 13:01 Jake Wightman náði að hafa betur gegn Jacob Ingebrigtsen og vinna afar óvæntan heimsmeistaratitil. Getty/Andy Astfalck Einn óvæntasti sigurinn á HM í frjálsum íþróttum vannst í nótt þegar Bretinn Jake Wightman, sem 28 ára gamall þekkti það varla að hafa unnið verðlaun á stórmóti, vann 1.500 metra hlaup. Pabbi hans lýsti hlaupinu fyrir öllum áhorfendum á Hayward Field leikvanginum. Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira
Myndband af lýsingu Geoff Wightman, föður Jakes, og viðbrögðum móðurinnar Susan, hefur vakið mikla athygli en það má sjá hér að neðan. Á meðan að Susan réði sér ekki fyrir kæti gerði Geoff sitt allra besta til að halda aftur af tilfinningunum. „Ég verð að segja ykkur af hverju myndavélin beinist núna að mér,“ sagði Geoff sem var vallarþulur á leikvanginum og lýsti því hlaupinu fyrir áhorfendum. „Þetta er sonur minn. Ég þjálfa hann. Og hann er heimsmeistari,“ sagði Geoff. Susan var meðal áhorfenda en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar hún þusti til mannsins síns til að fagna, eftir að Jake náði að vinna harða baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen. Geoff, sem sonurinn sagði að ætti til að vera ansi „vélrænn“ í lýsingum sínum, náði hins vegar einhvern veginn að klára að lýsa hlaupinu og láta tilfinningarnar ekki bera sig ofurliði. Jake Wightman has become the World 1500m champion. Geoff calling his son becoming a World Champion is priceless. Helene, part of our team, filmed Dad. I sat with Mum Susan..then could not wait to give my mate a hug. Beyond proud. @JakeSWightman @WightmanGeoff @SusanWightman6 pic.twitter.com/8I8IT6ntwb— Katharine Merry (@KatharineMerry) July 20, 2022 Fyrir ári síðan varð Jake í 10. sæti á Ólympíuleikunum og það gerir sigurinn í nótt sjálfsagt enn sætari. The Guardian lýsir sigri Jakes sem þeim óvæntasta í sögu Breta á HM í frjálsum íþróttum. Draumur Jakes var ekki bara að rætast heldur einnig foreldranna: „Ég er búinn að sjá um skólaíþróttirnar hjá honum frá því að hann var 11 ára því konan mín var kennarinn hans,“ sagði Geoff. „Við höfum síðan þá bara sífellt fært okkur á aðeins stærri leikvanga, með aðeins fleiri áhorfendum, og aðeins stærri medalíum. En það var súrrealískt að sjá hann vinna gull. Ég hugsaði bara: Ég þekki þennan náunga. Hann er kunnuglegur,“ sagði Geoff í geðshræringu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira