Guðjón Pétur segist ekki vera fara fet þrátt fyrir áhuga Grindavíkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 19:01 Guðjón Pétur Lýðsson í leik með ÍBV í sumar. Vísir/Diego Hávær orðrómur er á kreiki er varðar stöðu Guðjóns Péturs Lýðssonar, leikmanns ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Talið er að hann gæti verið á leiðinni til Grindavíkur sem spilar í Lengjudeildinni. Guðjón Pétur hefur komið við sögu í tíu leikjum hjá ÍBV í Bestu deildinni í sumar. Hann hefur hins vegar ekki byrjað leik síðan gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Frægt er orðið þegar Guðjóni Pétri og Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins, lenti saman eftir leik fyrr í sumar. Var Guðjón Pétur í kjölfarið sendur í straff. Það entist í tvo leiki og eftir það var stefnt að því að slíðra sverðin og að leikmaðurinn yrði áfram í Eyjum. Hann er þar enn en tækifærin eru af skornum skammti. Grindavík er í leit að mannskap en liðið er sem stendur í 7. sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig að loknum 13 leikjum. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolti.net eftir 4-5 tap gegn Aftureldingu á fimmtudag. „Við erum náttúrulega dálítið þunnir. Við erum með 17-19 manna hóp af mönnum sem eru gjaldgengir í liðið hjá okkur. Við munum skoða alla möguleika, hvort það verði þessi eða hinn, hann verður bara að passa inn í það sem við erum að gera hérna. Það vantar smá attitude við erum að leita að gæja eða gæjum með attitude.“ Guðjón Pétur var spurður út í málið af Fótbolti.net en hann segist ekki vera fara neitt sem stendur. „Ég er ekkert að kíkja í kringum mig. Það eru einhver lið búin að spyrjast fyrir og svona en ég hef ekki farið í neinar viðræður, hitt neinn eða talað við neinn. Eins og staðan er núna verð ég bara áfram hjá ÍBV.“ Félagaskiptaglugginn hér á landi lokar 26. júlí næstkomandi og verður forvitnilegt að sjá hvort Guðjón Pétur verður enn í Eyjum eður ei. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla UMF Grindavík ÍBV Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Guðjón Pétur hefur komið við sögu í tíu leikjum hjá ÍBV í Bestu deildinni í sumar. Hann hefur hins vegar ekki byrjað leik síðan gegn ÍA þann 21. maí síðastliðinn. Frægt er orðið þegar Guðjóni Pétri og Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins, lenti saman eftir leik fyrr í sumar. Var Guðjón Pétur í kjölfarið sendur í straff. Það entist í tvo leiki og eftir það var stefnt að því að slíðra sverðin og að leikmaðurinn yrði áfram í Eyjum. Hann er þar enn en tækifærin eru af skornum skammti. Grindavík er í leit að mannskap en liðið er sem stendur í 7. sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig að loknum 13 leikjum. Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolti.net eftir 4-5 tap gegn Aftureldingu á fimmtudag. „Við erum náttúrulega dálítið þunnir. Við erum með 17-19 manna hóp af mönnum sem eru gjaldgengir í liðið hjá okkur. Við munum skoða alla möguleika, hvort það verði þessi eða hinn, hann verður bara að passa inn í það sem við erum að gera hérna. Það vantar smá attitude við erum að leita að gæja eða gæjum með attitude.“ Guðjón Pétur var spurður út í málið af Fótbolti.net en hann segist ekki vera fara neitt sem stendur. „Ég er ekkert að kíkja í kringum mig. Það eru einhver lið búin að spyrjast fyrir og svona en ég hef ekki farið í neinar viðræður, hitt neinn eða talað við neinn. Eins og staðan er núna verð ég bara áfram hjá ÍBV.“ Félagaskiptaglugginn hér á landi lokar 26. júlí næstkomandi og verður forvitnilegt að sjá hvort Guðjón Pétur verður enn í Eyjum eður ei.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla UMF Grindavík ÍBV Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira