Seyðisfjörður – Ferðamenn elska að koma þangað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2022 09:03 Vinkonurnar af höfuðborgarsvæðinu, sem voru svo ánægðar með Seyðisfjörð en þetta eru þær frá vinstri, Júlía Gunnlaugsdóttir, Auður Gunnlaugsdóttir og Særós Gunnarsdóttir. Þær sögðust elska staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er fallegt á Seyðisfirði og fossinn við bæinn, Búðarárfoss er ótrúlega flottur. Mjög mörg falleg hús er á staðnum, menningar og mannlíf er gott að bæjarandinn er til fyrirmyndar. Íbúar staðarins eru allavega mjög ánægðir með að búa á Seyðisfirði. „Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Já, það er mjög fínt. Það besta við staðinn er fólkið og umhverfið og stemmingin. Mikil stemming miðað við hvað þetta er lítill staður,“ segir Bjarki Borgþórsson íbúi. „Maður má víst ekki segja fjöllin því þau hafa verið að hrekkja okkur, þau skýla okkur líka. Svo er bara ágætis mannlíf hérna,“ segir Sigurbergur Sigurðsson íbúi. „Best við staðinn er þessi ofboðslega fallega vinátta og traust, sem maður getur myndað með einstaklingum finnst mér. Fjölbreytileikinn í mannlífinu, náttúran og stundum er bara gaman að vera stór fiskur í lítilli tjörn og sitja sitt mark á hluti hvort sem maður er að tileyra íþróttafélaginu, menningarlífinu eða að vera frábær í að vera með prjónasaumaklúbb eða þar sem áhuginn er,“ segir Katla Rut Pétursdóttir íbúi. „Það er bara frábært að búa hérna, mikið af góðu fólki hérna og mikil nálægð við fjöllin og náttúruna, geggjaðir veitingastaðir og það er allt, sem þarf í þessu pínulitla bæ fyrir mig allavega,“ segir Ingvi Örn Þorsteinsson íbúi. Kirkjan á staðnum er einstaklega falleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara rosalega gott að búa hérna, rólegt og fallegasti bær á landinu, þannig að það er mjög gott að vera hérna. Samheldni er hér mikil og veðurblíða er mjög góð. Það eina, sem okkur vantar er Fjarðarheiðargöng, að öðru leyti er alveg yndislegt að vera hérna,“ segir Ingibjörg María Valdimarsdóttir, íbúi. En hvernig líður fólki hér á staðnum eftir stóru aurskriðuna í desember 2020? „Ég held að það sé allur gangur á því og ég get ekki svarað fyrir heildina. En sem samfélag þá finn ég fyrir mikilli samkennd og samstöðu, drifkrafti og við bara látum ekki bugast,“ segir Katla Rut. „Samfélagið er rosalega gott þannig að það er mjög mikill stuðningur á milli allra. Svona heilt yfir þá er bara mjög flott stemming og fólk í góðu jafnvægi hérna en það fer líka bara eftir því hvern þú spyrð hvernig það er,“ segir Ingvi Örn. „Ég held að það sé allt að koma í róleg heitum,“ segir Ingibjörg María. Íbúar staðarins urðu fyrir miklu áfalli vegna aurskriðunnar, sem féll í desember 2020. Nokkrum myndum frá vettvangi hefur verið komið upp fyrir gesti og gangandi í miðju þorpinu til að sýna hvernig þetta var allt saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, svona að mestu, það sjálfsagt blundar í fólki smá svona geigur þegar rignir mikið og svona, það er eðlilegt,“ segir Bjarki. Norræna siglir vikulega frá Seyðisfirði og hefur það mjög jákvæð áhrif á samfélagið hvað varðar atvinnu og uppbyggingu. Ferðamenn, sem koma á staðinn eru líka mjög ánægðir eins og þrjár hressu stelpur, sem voru þar nýlega en þær búa á höfuðborgarsvæðinu. „Það er rosalega fallegt að koma hingað. Við vorum á hringferð og svo ákváðum við frekar að koma hingað heldur en að gista einhvers staðar annars staðar, bara frábært, það er svo fallegt hérna og svo mikið af flottum fjöllum og kirkjan náttúrulega er mjög fræg og þessi regnbogastígur, við elskum þennan stað,“ segja stelpurnar.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira