85 ára með glæsilegt minjasafn á Mánárbakka á Tjörnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2022 20:05 Feðgarnir Bjarni og Aðalgeir, sem eru alltaf hressir og kátir og ánægðir með hvað minjasafnið gengur vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera orðinn 85 ára og fer með gesti út um allt á safninu sínu á Mánárbakka á Tjörnesi. Hér erum við að tala um Aðalgeir Egilsson, sem á og rekur minjasafnið og tekur á móti fólki með bros á vör alla daga. Það er virkilega ánægjulegt og koma á safnið á Mánárbakka, þar er allt svo snyrtilegt og fínt og mununum á safninu er raðað svo fallega upp. Sagan drýpur af hverju strái, það er allt þarna eins og var í gamla daga, til dæmis 200 könnur og mikið úrval af diskum. Aðalgeir, 85 ára á heiðurinn af safninu og uppsetningu þessi. Bjarni sonur hans er stoltur af pabba sínum. „Þetta er flott hjá pabba, ég á ekki heiðurinn af þessu, það er hann. Þetta er alveg fullt starf hjá honum, þó þetta hafi verið auka starf,“ segir Bjarni. „Ég var ekki gamall þegar ég byrjaði að safna skal ég segja þér. Ég get alveg sagt þér hvað það var en það voru eldspýtustokkar,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir segir að sitt safn sé fyrst og fremst menningarlegt og hvað hvetur fólk til að vera duglegt að safna hlutum, það sé svo mikil menning í hverjum og einum hlut.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalgeir segir að sitt safn sé fyrst og fremst menningarlegt og hvað hvetur fólk til að vera duglegt að safna hlutum, það sé svo mikil menning í hverjum og einum hlut. Aðalgeir hefur safnað mikið af eldspýtustokkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við megum ekki henda svona mikið af hlutum eins og gert er og versnar mikið núna, nú vill engin eiga neitt,“ segir hann. En hvað ætlar Aðalgeir að halda lengi áfram með safnið? „Ég er alveg að fara að hætta þessu, það kemur að því,“ segir hann og glottir. Sagan drýpur af hverju strái á Mánárbakka á Tjörnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er merkilegur bekkur á Mánárbakka. „Þessi bekkur hérna er náttúrlega mjög góður til að sitja í, kvistirnir eru komnir upp úr, hann var svo mikið notaður og svo ef það komu næturgestir þá var þetta gert svona, sett svo bara dýna yfir,“ segir Aðalgeir að síðustu á Mánárbakka. Mikil og góð aðsókn hefur verið að safninu í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá upplýsingar um safnið Tjörneshreppur Menning Söfn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Það er virkilega ánægjulegt og koma á safnið á Mánárbakka, þar er allt svo snyrtilegt og fínt og mununum á safninu er raðað svo fallega upp. Sagan drýpur af hverju strái, það er allt þarna eins og var í gamla daga, til dæmis 200 könnur og mikið úrval af diskum. Aðalgeir, 85 ára á heiðurinn af safninu og uppsetningu þessi. Bjarni sonur hans er stoltur af pabba sínum. „Þetta er flott hjá pabba, ég á ekki heiðurinn af þessu, það er hann. Þetta er alveg fullt starf hjá honum, þó þetta hafi verið auka starf,“ segir Bjarni. „Ég var ekki gamall þegar ég byrjaði að safna skal ég segja þér. Ég get alveg sagt þér hvað það var en það voru eldspýtustokkar,“ segir Aðalgeir. Aðalgeir segir að sitt safn sé fyrst og fremst menningarlegt og hvað hvetur fólk til að vera duglegt að safna hlutum, það sé svo mikil menning í hverjum og einum hlut.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalgeir segir að sitt safn sé fyrst og fremst menningarlegt og hvað hvetur fólk til að vera duglegt að safna hlutum, það sé svo mikil menning í hverjum og einum hlut. Aðalgeir hefur safnað mikið af eldspýtustokkum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við megum ekki henda svona mikið af hlutum eins og gert er og versnar mikið núna, nú vill engin eiga neitt,“ segir hann. En hvað ætlar Aðalgeir að halda lengi áfram með safnið? „Ég er alveg að fara að hætta þessu, það kemur að því,“ segir hann og glottir. Sagan drýpur af hverju strái á Mánárbakka á Tjörnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er merkilegur bekkur á Mánárbakka. „Þessi bekkur hérna er náttúrlega mjög góður til að sitja í, kvistirnir eru komnir upp úr, hann var svo mikið notaður og svo ef það komu næturgestir þá var þetta gert svona, sett svo bara dýna yfir,“ segir Aðalgeir að síðustu á Mánárbakka. Mikil og góð aðsókn hefur verið að safninu í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá upplýsingar um safnið
Tjörneshreppur Menning Söfn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira