Stöngin inn á Selfossi um verslunarmannahelgina Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. júlí 2022 17:21 Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir. Glöggir sjá einnig að allur bragur Selfossbæjar hefur batnað til hins betra á undanförnum árum með tilkomu nýja/gamla miðbæjarins sem nú þegar hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og verður fullbyggður sá allra glæsilegasti á landinu. Allt að verða klárt fyrir Unglingalandsmótið.Aðsent Unglingalandsmótin í 30 ár Unglingalandsmótin hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt enda er hvergi betra fyrir fjölskylduna en að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgi. Það er einfaldlega staðreynd að það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mótinu. Á mótinu er keppt í fjölbreyttum greinum íþrótta fyrir 11–18 ára á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin þar sem okkar fremsta tónlistarfólk mun koma fram og skemmta. Þar fremsta í flokki má nefna Stuðlabandið frá Selfossi, heitasta band landsins nú um stundir auk þess sem að Bríet, frændurnir Jón Jónsson og Frikki Dór og Hr. Hnetusmjör munu koma fram auk margra annarra tónlistarsnillinga. Velkomin á Selfoss, ég hlakka til að sjá ykkur öll skora stöngin inn um helgina! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og Selfyssingur. Hægt er að nálgast dagskránna og skrá sig til þátttöku á heimasíðu mótsins hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir. Glöggir sjá einnig að allur bragur Selfossbæjar hefur batnað til hins betra á undanförnum árum með tilkomu nýja/gamla miðbæjarins sem nú þegar hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og verður fullbyggður sá allra glæsilegasti á landinu. Allt að verða klárt fyrir Unglingalandsmótið.Aðsent Unglingalandsmótin í 30 ár Unglingalandsmótin hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt enda er hvergi betra fyrir fjölskylduna en að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgi. Það er einfaldlega staðreynd að það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mótinu. Á mótinu er keppt í fjölbreyttum greinum íþrótta fyrir 11–18 ára á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin þar sem okkar fremsta tónlistarfólk mun koma fram og skemmta. Þar fremsta í flokki má nefna Stuðlabandið frá Selfossi, heitasta band landsins nú um stundir auk þess sem að Bríet, frændurnir Jón Jónsson og Frikki Dór og Hr. Hnetusmjör munu koma fram auk margra annarra tónlistarsnillinga. Velkomin á Selfoss, ég hlakka til að sjá ykkur öll skora stöngin inn um helgina! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og Selfyssingur. Hægt er að nálgast dagskránna og skrá sig til þátttöku á heimasíðu mótsins hér.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar